Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 10

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 10
Flugvélaafgreiðslan á Keflavikurflugvelli. segja, að það er fyrst nú, sem starfsemi sem undir það heyrir er að komast í fast form, þótt afar mikið sé ógert. Flugráð og flugmálastjórnin hafa eink- anlega sinnt þremur stórum verkefnum, en þau eru öryggismálin, flugvallagerð og starfsemin á Keflavíkurflugvelli. Enda þótt íslendingar tækju formlega við Keflavíkurflugvelli árið 1946, var það eiginlega ekki nema formsatriði, því öll starf- semi þar var í höndum útlendra aðilja, eða allt fram til 1951, en frá þeim tíma hefur flugmála- stjórnin tekið að sér æ meira af verkefnum þar og er nú svo komið, að flugmálastjórnin sér um alla starfsemi og þjónustu í sambandi við allt al- mennt flug um völlinn og hefur auk þess á hendi alla starfsemi í sambandi við komu herflutninga- flugvéla." Vér biðjum flugmálastjóra að segja fyrst nokk- uð frá öryggismálunum. „Það hefur verið eitt mesta áhugamál okkar í flugráði, að koma upp sem fullkomnustu öryggis- kerfi fyrir allar flugsamgöngur innanlands. Örygg- ismálin voru af skiljanlegum ástæðum lengi vel óánægjuefni flugmanna vorra, því mikið vantaði eðlilega á, að þau væru komin í æskilegt horf. Arið 1951 leituðum við því til alþjóða flugmála- stofnunarinnar, ICAO, sem við höfum ávallt haft mikla samvinnu við, allt frá stofnun hennar, enda ein af stofnþjóðunum, og fórum þess á leit, að ICAO sendi hingað sérfræðinga í flugöryggismál- um. Kom hingað verkfræðingur, Goudie að nafni, ásamt þremur öðrum sérfræðingum í öryggis- og fjarskiptamálum, og með þeim unnu einnig tveir íslendingar, sem síðan hafa séð um viðhald fjar- skiptakerfisins. Þessi öryggismálasendinefnd vann á tæplega tveimur árum stórmikið starf. Sérfræðing- arnir unnu baki brotnu við að koma upp fjarskipta- tækjum, radíóvitum og miðunarstöðvum um land allt og gera öryggiskerfið eins fullkomið og þá var fært af fjárhagsástæðum. Þeirra starf er undirstað- an undir því öryggiskerfi, sem nú er koinið upp og bætt hefur verið og aukið við síðan sérfræðing- arnir fóru. Nýjasta framkvæmdin í þessum efnum er ratsjártækið á Akureyri, sem sett var upp síð- asta sumar og eykur stórlega allt öryggi í hinum miklu flugsamgöngum við Akureyri. Næsti áfang- inn er svo ratsjártæki, sem ætlunin er að koma upp á Egilsstöðum á þessu ári. Væntanlega er þetta upphaf enn meiri framkvæmda í öryggismálunum, því nauðsynlegt er að korna upp fleiri stefnuvit- um og fleiri ratsjártækjum. — Til öryggismálanna heyrir einnig eftirlit með lofthæfni flugvélaflota íslendinga. í fyrstu var þetta starf í höndum ís- lenzks sérfræðings, en á undanförnum árum eða frá ársbyrjun 1949 hafa starfað hér tveir brezkir sérfræðingar frá Air Registration Board, eða Loft- ferðaeftirlit Bretlands, lengst af R. T. Wall, sem nú hefur þetta starf á hendi. Er þetta eftirlit mjög Flugvél flugmálastjórnarinnar (af Navion-gerð). 8 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.