Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 15
Sigurður Jónsson, fulltrúi ilugmálastjóra, er elzti
starfsmaður flugmálastjórnarinnar, eða nákvæm-
lega jafngamall í starfi og stofnunin sjálf og átti
því 10 ára starfsafmæli sama dag og flugmálastjórn-
in. Óþarfi er að kynna Sigurð fyrir lesendum
„Flugs“, en nóg er að geta þess, að hann er fyrsti
flugmaður íslendinga, hefur loftferðaskírteini
númer eitt, og er einn af brautryðjendum flugs-
ins hér á landi. Verður saga flugsins hér seint skráð,
svo að nafn hans hljóti þar ekki virðingarsess.
Starf Sigurðar hjá flugmálastjórninni er fyrst og
fremst fólgið í loftferðaeftirlitinu og útgáfu loft-
ferðaskírteina, en þar með er ekki allt sagt. Þegar
vér hittum Sigurð að máli, fer hann og ritari hans,
Margrét Jóhannsdóttir, í gegnum ótal marga skjala-
skápa og reyna að gefa nokkra hugmynd um störf-
in. Sigurði segist þannig frá:
„Frá fyrstu tíð hefur það verið verkefni mitt, að
hafa með höndum skráningu flugvéla og eftirlit
með lofthæfni þeirra og einnig að gefa út skír-
teini fyrir flugmenn og aðra flugliða."
Þá spyrjum vér fyrst um flugvélaeign lands-
rnanna.
„Það má segja, að veruleg flugstarfsemi hér á
Sigurður Jónsson.
landi hafi ekki byrjað fyrr en árið 1945. Þá átti
Flugfélag íslands fjórar flugvélar og það ár keypti
það fyrsta Catalina-flugbátinn, „Faxa Pétur“ eins
og við kölluðum hann. Örn Johnson flaug honum
heim frá Bandaríkjunum og er það í fyrsta skipti,
sem íslenzkur flugmaður flýgur flugvél yfir At-
lanzhafið, og reyndar var þetta eitt fyrsta Atlanz-
hafsflugið eftir stríðið. Fleira sögulegt er reyndar
við „Faxa Pétur“ því honum flaug Jóhannes
Snorrason fyrstu áætlunarferðina til útlanda héð-
an, það var til Kaupmannahafnar 1945. „Faxi-
Pétur“ hefur nú gengið sér til húðar og var „sleginn
af“ í vetur og tekinn í varahluti eftir 10 ára giftu-
ríkt starf. Þess má geta hér, að nýjasti áfanginn í
flugmálum okkar er koma Sigurðar Ólafssonar flug-
manns með flugvél sína frá Tékkóslóvakíu fyrir
ég tel, að vér íslendingar séum komnir að vega-
mótum í flugmálum, þar sem um tvær leiðir er að
velja.
Önnur leiðin liggur til framfara og sigurs, sem
að þessu sinni verður ekki unnin án verulegra fjár-
hagslegra fórna. Hin leiðin liggur til kyrrstöðu og
óhjákvæmilegra afleiðinga hennar.
Það er því miður ekki nóg að tala hressilega um
möguleika þjóðarinnar til stórra afreka á sviði al-
þjóðlegra loftflutninga og vitna í því sambandi í
afrek frænda vorra Norðmanna á sjónum. Orð og
athafnir verða að fara sarnan. Þjóðin verður að
sýna það í verki, að henni sé alvara að sigra í loft-
inu.
Frændur vorir fyrir austan álinn lögðu hart að
sér og neituðu sér um margt til þess að geta keypt
fullkomin skip lianda sínum vösku sjómönnum.
íslendingar eru smám saman að eignast ágæta
flugliðastétt, en þeir sigra ekki í hinni hörðu sam-
keppni án fullkomnustu tækja og stórbættrar að-
stöðu.“ h.
FLUG - 13