Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 20

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 20
Hver er helzti þátturinn í þessu samstarfi? „Fyrir okkur íslendinga er veðurþjónustan mjög mikilvæg vegna millilandaflugsins, því hún hefur tekið algjörum stakkaskiptum eftir að samstarfið innan ICAO kom til sögunnar. Nú eru á Norður- Atlanzhafi II veðurathugunarskip og er kostnaður okkar í þeirri þjónustu lítilræði eitt. Það má skjóta því hér inn, að við tökum líka þátt í alþjóðakostn- aði vegna veðurþjónustu í Grænlandi. en þar eru 20 veðurathugunarstöðvar." Ncest spyrjum vér um öryggisútbúnað á flug- völlum. „Þar er fyrst og fremst um að ræða Ijósaútbúnað og slökkvitæki. Nú er þegar búið að koma upp ljósaútbúnaði á flugvöllunum í Reykjavík, á Sauð- árkróki og á Egilsstöðum og í sumar er ætlunin að setja fullkominn ljósaútbúnað á flugvellina á Ak- ureyri og í Vestmannaeyjum. Fullkominn ljósaút- búnaður er nauðsynlegur til þess að hægt sé að nota flugvellina þótt dagsbirtu hafi brugðið. Ljós voru sett á flugvöllinn á Sauðárkróki fyrst og fremst vegna þess að hann er varaflugvöllur, sem nota skal þegar flugvellirnir í Keflavík og Reykja- vík eru lokaðir vegna veðurs. Hefir þetta þegar komið sér vel og orðið til bjargar.“ Sigfús H. Guðmundsson hefir á hendi yfirstjórn björgunar- og leitarffugs þegar flugvélar týnast og vér spvrjum um skipan þeirra mála. „Að stjórn og skipulagninu slíkrar leitar vinn- um við Björn Jónsson yfirflugumferðarstjóri, en starfandi er sérstök nefnd í samráði við Flugbjörg- unarsveitina til þess að vinna að þessum málum. Flugbjörgunarsveitin sér nær eingöngu um leitina á landi, þó að stundum séu fengnir aðrir leitar- flokkar, þegar þörf krefur. Við leitina úr lofti taka allir höndum saman, einkaflugmenn úr flugdeild flugbjörgunarsveitarinnar fara á sínum flugvélum, flugfélögin lána sínar flugvélar og síðast en ekki sízt er björgunarflugsveitin á Keflavxkurflugvelli, sem alltaf er til taks til þess að leita að flugvélum, skipum eða mönnum. Hefur varnarliðið veitt mikla aðstoð á þessu sviði og björgunarflugsveit þess lagt sig alla fram.“ Er ekki mikill kostnaður við slíkt leitarflug? „Jú, hann er geysimikill og hefur stundum skipt hundruðum þúsunda. Flugfélögunum til verðugs hróss skal þess getið, að þau hafa gefið allan kostn- að vegna flugleitar og sama máli gegnir um Flug- björgunarsveitina íslenzku. Félagar hennar hafa unnið mikið og fórnfúst sjálfboðastarf. Hjá mörg- um þeirra hefur verið um bein peningaútlát að íæða, því þeir halda ekki kaupi sínu meðan þeir eru í langri leit. Það má geta þess í þessu sam- bandi, að þegar varnarliðið hafði kynnt sér starí’- semi og skipulagningu flugbjörgunarmála hér, hætti það við þá fyrirætlun, að hafa sérstaka sveit skíðamanna og fjallamanna hér. Þar á móti hefur varnarliðið veitt islenzku flugbjörgunarsveitinni verulega aðstoð við útvegun ýmissa björgunar- tækja.“ Um flugstjórnarmiðstöðina og alþjóðaflugþjón- ustuna vísar Sigfús til samtals við Björn Jónsson hér í ritinu og erum við þá komnir að fjarskipta- málunum, en um þau hefur Sigfús margt að segja Akureyrar-radió: Fyrstu fjarskiptatcekin. 18 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.