Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 24

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 24
FlugumferSarstiórii í Keykjavík Viðíal viS Björn /ónsson yiirílugtunierSarstjóra Björn Jónsson yfirflugumferðarstjóri á Reykja- víkurffugvelfi hefir haft mikif afskipti af flugmál- um aflt frá því að hann lærði svifflug í Þýzkalandi árið 1937, starfaði hjá Loftvarnanefnd á stríðs- árunum, gekk síðan í þjónustu Flugfélags Islands og haustið 1945 hóf hann nám í flugumferðarstjórn á Reykjavíkurflugvelli hjá Bretum, en til Flug- málastjórnarinnar réðist Björn 1. febrúar 1946 og varð yfirflugumferðarstjóri, er íslendingar tóku við Reykjavíkurflugvelli í júlí 1946. Starfaði Björn þá fyrst við flugumferðarstjórn í Turninum, en nú er aðalstarf hans að vera yfirmaður flugstjórnarmið- stöðvarinnar fyrir flug á Norður-Atlanzhafi, en hún er á Reykjavíkurflugvelli. Björn starfaði á Kefla- víkurflugvelli þegar íslendingar tóku við rekstri hans árið 1951 og var þá framkvæmdastjóri flug- þjónustunnar þar og starfaði jafnframt sem flug- umsjónarmaður, en Björn hefir próf bæði sem flug- umferðarstjóri og flugumsjónarmaður. Flugum- ferðarstjórn hefir Björn kynnt sér í Danmörku, Bretlandi, Kanada og í Bandaríkjunum og hann kynnti sér einnig flugumferðarstjórn í Þýzkalandi er Vesturveldin héldu uppi „loftbrúnni" til Berlínar fyrir nokkrum árum. Prófi í flugumsjón lauk Björn 1950. Hann hefir tvívegis verið meðal fulltrúa Islands á flugmálaráðstefnum, síðasta haust á ICAO-ráðstefnu í Montreal og á norrænni flugöryggismálaráðstefnu í Kaupmannahöfn í sept- ember síðastliðnum. Vér byrjum á því að spyrja Björn um starfsem- ina i Flugturninum. „Þar starfa 20 rnanns í fjórskiptum vökum og má segja að starfsemin sé þríþætt. í fyrsta lagi er vallarstjórn vegna umferðar urn flugvöllinn, en það eru aðallega flugvélar íslenzku flugfélaganna í inn- anlands- og utanlandsflugi og einnig er mikil um- ferð einka- og kennsluflugvéla. Flugstjórnarmið- stöðin hefir umsjón með öllu innanlandsflugi, en Björn Jónsson. það færist nú æ meira í það horf að vera blindflug og því verður flugumferðarstjórnin að vera ná- kvæmari og meira þarf að fylgjast með ferðum hverrar flugvélar en áður. Auk íslenzkra flugvéla þar einnig að annast flugumíerðarstjórn vegna er- lendra flugvéla, sem fylgjast þarf með dag hvern fer sífellt fjölgandi. Þess má geta„ að radíóvitarnir eru nú orðnir um 30 talsins víða um land og eftir til- komu þeirra verður öryggi flugsins meira en áður, en jafnframt þarf að hafa meiri flugumferðarstjórn eins og ég drap á áðan. Hver flugvél fær ákveðna flughæð og flugleið og verður að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum flugumferðarstjórnarinnar. Þetta eru þeir tveir þættir í starfseminni, sem varða innanlandsflugið.“ Hver er svo þriðji þátturinn? „Það er umsjón og umferðarstjórn vegna flug- ferða á Norður-Atlanzhafi. Við þessari þjónustu tóku íslendingar árið 1946 og síðan hefur það svæði, sem við höfum stjórn á, verið stækkað tvisv- ar, síðast á ráðstefnu ICAO í Montreal í haust. Nú nær þetta flugstjórnarsvæði frá suðurodda Grænlands að vestan inn yfir hájökul Grænlands og allt norður á 73. breiddarstig, en síðan aust- ur að einni gráðu vesturlengdar og allt suður til Hjaltlands og þaðan vestur um 60 mílum fyrir sunnan suðurodda Grænlands. Um þetta svæði er sívaxandi umferð vestur á bóginn, enda er vestur- flugið alltaf að færast meira yfir á norðurleiðina. Þá er einnig aukning í flugi austur á bóginn um þetta svæði og er þar mikið um herflugvélar, oft koma litlar einkaflugvélar, sem verða að fljúga í stuttum áföngum, flugvélar, sem verið er að ferja 22 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.