Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 25
yfir hafið og rnikið er um þrýstiloftsknúnar flug-
vélar. Þarf mikla aðgæzlu við flugumferðarstjórn
vegna þess, hve vélarnar eru misjafnlega hraðfleyg-
ar og hafa misjafnlega mikið flugþol."
Hvernig er háttað flugumferðarstjórn á þessu
svreði?
„Um leið og flugvél leggur af stað og ætlar yfir
okkar svæði, fáum við nákvæmar upplýsingar um
ferðir hennar, flugáætlun, flugleið, flughraða o. s.
frv. og fylgjumst við með vélinni meðan hún er á
okkar svæði. Allt úthafsflug er blindflug og verður
flugmaðurinn að hlíta öllum fyrirmælum flug-
umferðarstjórnarinnar. Við þurfum að úthluta
hverri vél flughæð og gæta þess, að ferðir hennar
séu í fullkomnu öryggi. Ef eitthvað er að og við ná-
um ekki sambandi við flugvél, sem er undir um-
sjón okkar, verðum við að lýsa yfir hættuástandi.
Kemur þá til kasta flugbjörgunarmiðstöðvarinnar
á Reykjavíkurflugvelli, sem skipuleggur alla björg-
unarstarfsemi og leit úr lofti og stjórnar aðgerðum
þeirra aðilja, sem til greina koma. Eins og ég sagði
áður, er allt úthafsflug blindflug og þó að loftið
sé víðáttumikið er ekki útilokað að árekstrar geti
orðið þar. Til þess að bægja frá þeirri hættu er
um þrjár varúðarreglur að ræða. Flugvélar fá aldrei
að fljúga í sömu flughæð, ef þær eru nálægt hver
annarri. Verður þá að vera um 1000 feta hæðar-
munur á þeim. Ef tvær flugvélar eiga að fljúga í
samhliða stefnu, verða að vera 120 mílur á milli
þeirra. Ef tvær flugvélar fljúga í sömu hæð á sömu
leið verða að vera 30 mínútur á milli þeirra. I öll-
um útreikningum um þessar ferðir verður að gæta
mikillar nákvæmni og ganga þannig frá þeim, að
vélarnar séu öruggar jafnvel þó svo illa færi, að
ekkert samband væri hægt að hafa við þær.“
„Sá, sem cetlar inn til Björn Jónssonar, kemst
ekki hjá því að sjá á dyrum ytri skrifstofunnar
skilti með nafninu „NOTAM-skrifstofa“. Vér spyrj-
urn Björn hvað þetta þýði.
„NOTAM-skrifstofan er sérstök deild flugstjórn-
armiðstöðvarinnar. Ein slík upplýsingaskrifstofa er
í hverju landi innan ICAO og er hlutverk hennar
að senda út allar upplýsingar um flug, flugþjón-
ustu og ýmislegt annað, sem að gagni má koma
vegna flugsins, og jafnframt taka á rnóti slíkum
upplýsingum frá öðrum NOTAM-skrifstofum. Slík-
um upplýsingum er síðan dreift út til þeirra aðilja,
sem þeirra þurfa með. Safnað er sarnan upplýsing-
um um flugvelli, aðflug, radíóvita, fjarskiptaþjón-
ustu o. fl. og eru tilkynningar sendar út víða um
heim. í símskeytum eru til dæmis sendar út upp-
lýsingar um bilanir á radíóvitum, áistand flug-
brauta eða aðrar rekstrartruflanir á flugvöllum,
sem standa stuttan tíma. Einnig eru sendar í skeyl-
um tilkynningar um breytingar eða aukningu á
flugþjónustukerfinu. Skriflegar tilkynningar eru
einnig sendar út og eru í þeirn upplýsingar ýmiss
konar, sem ekki eru sérstaklega aðkallandi. Loks er
gefin út eins konar flughandbók fyrir hvert land
og er í hana safnað saman öllum hagnýtum upp-
lýsingum varðandi flug í hverju landi og á flug-
stjórnarsvæði hvers lands. Slík flughandbók hefur
ekki verið gefin út fyrir ísland enn þá, en hún er
í undirbúningi. li.
Úr flugturninum i Reykjavik.
FLUG - 23