Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 29
Slökkviliðsbílarnir.
hefðum við farið frá barninu með tækið hefði Jjað
án efa dáið, eftir Jtví sem tveir læknar sögðu. Út
frá Jressu átti ég tal við lögreglustjóra, slökkviliðs-
stjóra og fulltrúa borgarlæknis og lagði áherzlu á
að útvega þyrfti fleiri svona tæki, og á síðasta ári
fékk Slökkvilið Reykjavíkur svona tæki og hefur
það verið mikið notað. Ég vil taka fram, að fyrir
aðstoð með öndunartæki þessu hefur ekki verið
tekið neitt gjald, og Jteir starfsmenn okkar, sem með
það hafa farið, hafa unnið endurgjaldslaust.“ h.
Súrefnistœki slökkviliðsins.
Til áshrifentht „FLUGS“
Allir þeir áskrifendur FLUGS, sem enn hafa ekki
greitt árgjald sitt fyrir 1954, eru hérmeð vinsamleg-
ast beðnir um að gera skil nú þegar. Kostnaður við
útgáfu blaðsins er svo mikill, að ekki veitir af að
halda öllu til skila, ef tryggja á útkomu blaðsins
áfram.
Sömuleiðis skal á það bent, að áskrifendur eru
enn ekki nógu margir, og eru því allir flug-áhuga-
menn hvattir til að afla nýrra áskrifenda að FLUGI.
Félagsmenn Flugmálafélags íslands fá blaðið gegn
árgjald sínu, kr. 50,00, en annars er áskriftargjald
kr. 35,00 á ári. Það skal tekið fram, að félagar í
Flugmálafélagi íslands geta allir orðið, sem þess
óska.
Afgreiðslu og innheimtu fyrir FLUG annast frú
Guðrún Möller, Birkimel 6 B, Reykjavík, sími 5588,
og ber að snúa sér til hennar með greiðslu og inn-
ritun nýrra áskrifenda. Að lokum skal svo enn einu
sinni brýnt fyrir skuldugum áskrifendum, að inna
af höndum greiðslu sína nú þegar. RITSTJÓRI.
☆ ☆ ☆
Aðalfundur Félags ísl. atvinnuflugmanna var
haldinn 28. janúar s. 1. Var stjórnin öll endurkos-
in, en hana skipa Gunnar V. Frederiksen, formað-
ur, Jóhannes Markússon, varaformaður, Björn Guð-
mundsson, gjaldkeri, Stefán Magnússon, ritari, og
Sverrir Jónsson, meðstjórnandi.
FLUG - 27