Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 30

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 30
Guðni Jónsson járnsmíðameistari er yfirverk- stjóri Flugmálastjórnarinnar og hóf hann starf á vélaverkstæði hennar árið 1947, en varð yfirverk- stjóri 1. apríl Í948. Hver eru helztu verkefni í yðar starfsdeild? „Mesta vinnan er við viðhald flugbrautanna á Reykjavíkurflugvelli. Þær eru 3 talsins, ein Í200 metra löng, önnur 1360 metrar og sú þriðja um 1400 metrar, en breiddin er 90 metrar á hverri fyrir sig. Þessar brautir eru steyptar úr járnbentri stein- steypu, sem er allt upp í 20 cm. þykk, en ofan á það kemur slitlag af asfalti ca. 2 cm. þykkt. Þetta slitlag veðrast mjög og þarf að endurnýja allt slit- lagið þriðja hvert ár, en þar fyrir utan kemur oft fyrir, að stórar liolur myndast allt niður í stein- steypu og asfaltlagið losnar stundum á stórum köfl- um, því að engin binding verður í tjörunni og verð- ur þá oft að endurnýja stóra bletti. í sumar sem leið urðum við að setja alveg nýtt slitlag á einn hektara alveg niður á steypu.“ Hvað er flatarmál flugbrautanna mikið? Guðni Jónsson. „Það er um 25 hektarar og afköstin hafa komizt upp í Í4.000 fermetra af nýju slitlagi á dag. Flug- málastjórnin lætur sjálf búa til asfaltið í slitlagið og er hráefnið í það sett í blöndunarvélar unr leið og nota á það á brautirnar.“ Er ekki einnig mikið unnið við flugvelli utan Reykjavíkur? „Jú, það er mikil vinna bæði við viðhald og ný- byggingar flugvalla. Við þurfurn að sjá um við- hald á flugbrautum á öllum stærstu flugvöllunum í innanlandsfluginu. Þetta eru malarvellir og þarf að bera mikið ofan í þá á hverju ári og þjappa brautirnar oft á ári. Auk þessa vinnum við að því að gera nýja flugvelli og endurbæta þá eldri á ýms- 28 - FLUG Snjóplógurinn á Reykjavtkur- flugvelli.

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.