Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Side 31
an hátt. í þessu sambandi má minna á flugvöllinn
í Vestmannaeyjum. Brautin þar var lögð árið 1947,
en nú hefir komið í ljós, að hún er of stutt og snýr
ekki rétt fyrir heppilegustu vindátt. Þar er því
mjög aðkallandi að gera nýja flugbraut eða lengja
þá, sem fyrir er, og jafnframt breyta legu hennar.
Er nú reiknað með að þetta verði tekið föstum
tökum í sumar."
Þetta framansagða á við sumarvinnuna, en hvað
er svo unnið mest við yfir veturinn?
„Það er vinnan við að halda flugvellinum í
Reykjavík opnum með því að hreinsa snjó af hon-
um og bera sand á flugbrautirnar. Við þessa vinnu
höfum við stórvirkasta snjóplóg, sem til er hér á
landi. Mér hefur reiknazt svo til, að ef vörubíll
ekur framhjá plógnum meðan hann er að starfi,
þurfi bíllinn að aka með 15 kílómetra hraða með-
fram plógnum og sé þá fullhlaðinn, þegar hann er
kominn framhjá. Þetta er ómissandi tæki og væri
óvinnandi vegur að hreinsa flugbrautirnar með
þeim hraða, sem nauðsynlegur er, ef snjóplógur
þessi væri ekki til. Eftir venju er veðurspáin fyrir
flugvélarnar tilbúin klukkan 9 að morgni, en
vinnuflokkur okkar byrjar klukkan 7,20 við að
hreinsa og sandbera flugbrautina, sem nota á. Þarf
því verki að vera lokið fyrir klukkan 9. Fvrst send-
um við þrjá Bedford-bíla, sem búnir eru snjósköf-
um og ryðja þeir 4 metra breitt belti og leggja
snjóinn í garða. Á eftir kemur snjóplógurinn og
þeytir snjónum 30 metra frá sér út fyrir brautina.
Síðan er brautin sandborin og er þá sérstakur dreif-
ingarútbúnaður settur aftan á Bedford-bílana, sem
þeytir sandinum út á brautina. Áður er sandur-
inn hilaður upp í ca. 100 gráður og settur í einangr-
að hús og geymdur þar allt upp í eina viku og
helzt volgur þann tíma. Kosturinn við að hita
sandinn upp er sá, að hann bítur sig í svellið og
verður eins og skrápur á því og auk þess er miklu
fljótlegra að bera hann á.“
Vinna margir að þessum störfum?
„Það er nokkuð árstíðabundið, en til jafnaðar
er það 30 manna starfslið, og eru þar á meðal fag-
menn í ýmsum greinum. Flugmálastjórnin á 112
vélknúin tæki á öllu landinu og má þar til nefna
sanddælu á Akureyri, jarðýtur, ámokstursvélar,
grafskóflur, loftþjöppur og fleira og auk þess er
fullkomið vélaverkstæði á Reykjavíkurflugvelli.
Fyrstu árin var mikil þörf fyrir verkamenn, en nú
hefur þetta breytzt þannig, að við þurfum mest á
að halda mönnum, sem eru vanir meðferð hvers
konar vinnuvéla og tækja."
VMISLEGT
Lufthansa, þýzka flugfélagið, mun taka aftur til
starfa í vor eftir 10 ára dvala, en eins og
kunnugt er, hefur hvílt bann á Þjóðverjum frá
stríðslokum að smíða flugvélar og starfrækja flug-
félög. Þessu banni hefur nú verið aflétt.
Enda þótt margir telji vafasamt, að Lufthansa
takist að vinna upp hinn mikla afturkipp og verða
á ný samkeppnisiært við önnur félög, er ekki að
heyra á forstjóra félagsins, dr. Kurt Weigelt, að
hann sé mjög kvíðinn um framtíðina. Telur hann
Þjóðverja ekki standa höllum fæti í hinni hörðu
samkeppni, því að þeir hljóti að öðlast gagnkvæm
réttindi á við annarra þjóða flugfélög, sem til Þýzka-
lands fljúga.
Hörð barátta hefur verið háð með Bretum og
Bandaríkjamönnum um að selja Lufthansa nýjar
flugvélar, og virðast Bandaríkjamenn hafa haft
betur í þeirri viðureign, því að Lufthansa hefur
þegar fest kaup á átta flugvélum frá Bandaríkjun-
um, fjórum Convair 340, sem notaðar verða á flug-
leiðum innan Evrópu, og fjórum Lockheed Super-
Constellation, sem hafðar verða í daglegum ferð-
urn á milli Hamborgar og New York. Félagið hef-
ur í hyggju að færa út kvíarnar og vonast til að
geta einnig hafið flugferðir til Afríku, Asíu og
Suður-Ameríku innan þriggja ára.
Sagt er, að Bretar reyni að sannfæra Lufthansa
um, að bandarískar farþegaflugvélar séu á eftir
tímanum, og að félaginu þýði ekki að keppa á flug-
leiðum í Evrópu með öðrum flugvélakosti en brezk-
um skrúfu-þrýstiflugvélum (turbo-prop). Það er
hins vegar vitað, að Lufthansa valdi ofangreindar
flugvélategundir, vegna þess að þær hafa verið
þaulreyndar og gefizt vel, í þeim felist ekki róttæk-
ar breytingar frá venjulegum flugvélum, og þær
séu því ekki líklegar til að valda Þjóðverjum, sem
nú hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum í flugmál-
um, óvæntum erfiðleikum.
Þegar þess er gætt, að Lufthansa hyggst að fjölga
flugvélum sínum í 40, sézt, að ekki er svo lítið í
deiglunni, sem bitizt er um.
Er nokkuð sérstakt, sem þér vilduð segja að lok-
um?
„Það væri þá helzt, að ég tel að heppilegast sé
að Flugmálastjórnin eigi sjálf öll tæki og vélar til
þess að gera nýja flugvelli og til viðhalds flug-
valla, en flest þau tæki má nota yfir veturinn við
snjóhreinsun og sandburð flugbrautanna.“ h.
FLUG - 29