Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Page 32

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Page 32
Mabba.8 víð yfirmann Ólafur Erlendsson, yfirmaður sjóflughafnar, réðst til flugmálastjórnarinnar árið 1946 um það leyti, sem flugmálastjórnin var að taka við af brezka flughernum á Reykjavíkurflugvelli. Byrjuðu þá tveir íslendingar í sjóflughöfninni við að gera við hraðbát þar og koma öllum legufærum fyrir sjó- flugvélar í Skerjafirði í lag. Ólafur skýrir svo frá, að um það leyti hafi innanlandsflugíerðir verið að byrja fyrir alvöru og þá þurfti að koma fyrir legu- færum á sjólendingarstöðum víða um land, en þeir eru nú orðir 14 utan Reykjavíkur, og auk þess er lendingarstaður á Miklavatni í Fljótum vegna síld- arleitarinnar og loks er lendingarstaður á Lagar- fljóti við Egilsstaði, en hann er lítið notaður nú, eftir að flugvöllurinn kom þar. Hvað starfa margir hjá sjóflughöfninni? „Það eru þrír fastráðnir menn, sem vinna þar að sumrinu til, en yfir vetrartímann hjá slökkvi- stöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Meðan flugvellir voru fáir liér á landi, voru sjóflugvélar notaðar miklu meira en nú er. Ég hef getið þess, að lend- ingarstaðir á sjó og vötnurn eru alls 16, og á Skerja- firði eru legufæri fyrir 11 flugvélar. Þegar mest var, áttu íslendingar fimm Catalina-flugbáta, Flug- félag íslands 3 og Loftleiðir 2 og auk þess áttu Loftleiðir 2 Grumman-flugbáta og Flugfélag ís- lands einn. Nú eru aðeins eftir 2 Catalina-vélar og einn Grumman. Nú er orðið mjög lítið um lend- ingar sjóflugvéla í Reykjavík, en þó kemur það fyrir, að erlendar sjóflugvélar koma, til dæmis komu margir Sunderland-flugbátar frá brezka flug- hernum síðasta sumar í sambandi við brezka Græn- Ólafur Erlendsson. landsleiðangurinn og í haust komu 12—14 amerísk- ir ílugbátar á leið frá Evrópu til Ameríku.“ Hver eru þá helztu verkefni i sjóflughöfninni? „Við þurfum að sjá um viðhald á tækjum og út- búnaði vegna sjóflugs um land allt. Hér í Reykja- vík höfurn við sérstakan hraðbát, sem gengur 16—18 mílur, hann fengum við frá Bretum. Einnig höf- um við annan bát, sem er með benzíngeymi, sem tekur 2.600 gallon, en í honum kviknaði vorið 1950, og eftir það höfum við ekki getað notað hann, og fá því sjóílugvélar eldsneyti eftir slöngum, sem lagðar eru út að legufærunum. Þá þurfum við að líta eftir legufærum um land allt einu sinni á ári og endurnýja ýmsan útbúnað þar, skipta um víra og þess háttar. Þá höfum við einnig unnið mikið við að útbúa stög og annað, sem þarf til uppsetn- ingar á radíómöstrum og séð um að koma þeim fyrir víða um land. Einnig höfum við eftirlit með vindpokum á flugvöllum og setjum þá upp og endurnýjun á 16—18 stöðum á landinu. Yfir veturinn er mestmegnis unnið við viðgerðir og endurnýjun á þessum útbúnaði. Einnig vinna þá starfsmenn sjóflughafnarinnar við ýmis störf í slökkvistöðinni og eru þar til taks vegna öryggis flugsins. Þess má geta hér, að tvö sumur hafði sjó- flughöfnin almenna afgreiðslu fyrir Catalina-flug- báta Flugfélags íslands og hún sér um alla af- greiðslu á þeirn erlendu sjóflugvélum, sem hingað koma.“ h. 30 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.