Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Side 37

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Side 37
á ílug um Keflavík og spara vélarnar oft rúmar tvær klukkustundir enda þótt vegalengdin sé meiri. Auk þess er aðeins ein millifending á leið- inni Lundúnir — Keflavík — New York en tvær á suðurleiðinni Lundúnir — Shannon — Gander — New York. Þetta er einnig skýringin á því, að svo- til 90% af lendingum á Keflavíkurflugvelli eru flug- vélar á vesturleið.“ En nú höfurn viö gleymt „FLIGHT PAA 101“ i „lausu lofti,, ef svo mœtti segja. „Já, við vorum komnir að útreikningi flugáætl- unar fyrir vesturleiðina héðan. Þarf þá að reikna út flugtímann, eldsneytisþörf til flugsins á enda- stöð og einnig til vara-flugvallar ef lendingarskil- yrði á ákvörðunarstað bregðast. Flugáætlun verð- ur að vera tilbúin því að ætlazt er til, að ekki þurfi nema 45 mínútur til fullrar afgreiðslu vélarinnar hér, og allar tafir eru mjög kosnaðarsamar. Þegar „FLIGHT PAA 101“ er farin héðan, eru henni sendar allar veðurupplýsingar og veðurspár, sem kunna að berast á meðan. Við fáurn tilkynningu flugstjórans um staðarákvörðun vélarinnar á klukkustundar fresti og getum við þá fylgzt með því hvort vélin heldur áætlun og ílugið gangi að ósk- um. Við höldum slíku sambandi við vélina þar til hún flýgur inn á næsta flugumsjónarsvæði, og fyrir „FLIGHT PAA 101“ er það þá Gander." Þið afgreiðið að sjálfsögðu fleiri flugvélar en þessa? „Já, það er langt frá því að þessi sé sú eina. Stund- um kemur íyrir, að engin lending er vegna veðurs, en aðra daga koma upp í 25 flugvélar á sólarhring.“ Hvernig er háttað samstarfi við varnarliðið? „Islenzku flugumsjónarmennirnir annast af- greiðslu allra almennra flugvéla hinna ýmsu flug- félaga, en aftur á móti veitir bandaríski flugherinn sams konar þjónustu öllum hervélum. Er starfsemi þessara tveggja aðilja algerlega aðskilin þó nokk- ur samvinna sé að vísu um athugun og hreinsun á flugbrautum." Hafa rnargir notið sérmenntunar i þessu starfi? „Allir starfsmenn okkar við flugumsjón hafa ver- ið þjálfaðir í Bandaríkjunum og vegna óvenjulegra tíðra breytinga á starfsaðferðunr og margra nýj- unga í flugtækni er óhjákvæmilegt að þjálfunin sé áframhaldandi, menn verða sem sé seint fullnuma í þessari grein. Þurfa því allir að fara utan árlega á stutt framhaldsnámskeið.“ h. ----------------------s FLOG Vegna þeirra, sem vilja eignast FLUG frá upphafi, er hér birt yfirlit yfir árganga þess og tölu hefta hvers áragangs. 1946 1. árg. 1. tölubl. 32 bls. uppselt — — — 2. - 40 — uppselt 1947 2. — 1. - 32 — fæst — — — 2. - 32 — fæst — - - 3. - 32 — uppselt 1949 3. — 1. - 32 — fæst — — — 2. - 32 — fæst — — — 3.-4. - 54 — fæst — — — 5.-6. — 48 — fæst 1953 4, — 1. - 32 — fæst — — — 2. - 60 — fæst 1954 5. - 1. - 48 — fæst — — — 2. — 42 — fæst 1954 5. — 1. - 48 — fæst — — — 2.-3. - 48 — íæst Meðan upplag endist, fást einstök hefti keypt hjá afgreiðslumanni á kr. 17,50 hvert. 1. og 2. hefti 1946 og 3. hefti 1947 eru þegar uppseld. TÍ MARITIÐ F L U G Afgreiðsla: Birkimel 6B - Simi 5588. v----------------------------------------> FRtTTIR Aðalfundur Flugvirkjafélags íslands var haldinn 28. janúar síðastliðinn. Fór fram stjórnarkjör og er hin nýja stjórn skipuð þessum mönnum: Ólafur A. Jónasson, formaður, Jón H. Júlíusson, ritari, Jón A. Stefánsson, gjaldkeri. Varastjórn: Ragnar Þorkelsson, formaður, Bald- ur Bjarnason, ritari, Gunnar I.oftsson, gjaldkeri. ☆ ☆ ☆ Dr. Hugo Eckener, hinn frægi þýzki brauðryðj- andi á sviði loftskipa, lézt 14. ágúst í Þýzkalandi, 86 ára að aldri. Dr. Eckener stjórnaði loftskipinu Graf Zeppelin í flestum ferðum þess, m. a. er það flaug umhverfis jörðina árið 1929, svo og er það kom hingað til íslands árin 1930 og 1931. FLUG - 35

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.