Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 38
a
'lugvélaafgreiSslan
ViSta.1 við Ktisífcerá GuSjónsson
deildarstjóra
Kristbergur Guðjónsson er deildarstjóri við flug-
vélaafgreiðslu Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkur-
flugvelli. Hann hóf starf við flugvélaafgreiðsluna
þar árið 1947 er Iceland Aircraft Corporation sem
var dótturfélag American Overseas Airlines, sá um
rekstur Keflavíkurflugvallar. Starfaði síðan áfram
hjá LAOC fram á mitt sumar 1949. Vann þá önn-
ur störf um hríð, en réðist til Flugmálastjórnarinn-
ar haustið 1951 og hefir verið deildarstjóri síðan.
Starfa viargir við flugvélaafgreiðsluna?
„Já, það er fjölmennasta deildin á Keflavíkur-
flugvelli, því að starfsliðið er 35 manns, þar af fjórar
stúlkur. Við vinnum í vökum, og eru átta manns á
verði. Með þessu starfsliði getum við afgreitt 2—3
flugvélar sómasamlega, en ef fleiri vélar eru þurf-
um við oft að fá fasta starfsmenn í aukavinnu.
Afgreiðsla vélanna þarf að ganga mjög fljótt fyrir
sig, því að viðstaðan er frá 30 upp í 45 mínútur."
/ hverju er starfið við afgreiðsluna fólgið?
„Varðstjórinn þarf að reikna út hleðsluskrá fyr-
ir hverja flugvél. Hann þarf að sjá til þess, að
hleðsla vélarinnar sé rétt. Varðstjórinn þarf að vita,
hve eldsneytið er mikið, þyngd farangurs, og far-
þega og geta reiknað nákvæmlega út hvernig hlaða
verður vélina. Þá er aðstoðarmaður, sem stjórnar
vinnu á flugvélastæðinu, hann veitir varðstjóra
upplýsingar um hvað líði vinnu við hverja flug-
vél og aðstoðar farþega. Svo eru það stúlkurnar
okkar, sem gera skrá yfir farþega og farmskrá vél-
arinnar og þær hafa umsjón með farþegum. Stund-
um kemur fyrir að þær þurfa að afgreiða 500—700
farþega á einum sólarhring og er þá í nógu að
snúast hjá þeim. Þær þurfa að hafa góða fram-
kornu og vera færar um að gefa greið svör við öll-
um spurningum, sem yfir þær rignir. Fara margir
farþegar héðan fróðari um land og þjóð. Til stúlkn-
anna eru gerðar miklar kröfur um málakunnáttu
Kristbergur Guðjónsson.
og aðlaðandi framkomu og liöfum við verið mjög
heppnir með þessa fulltrúa okkar."
Já, það er svo sem ekki nýtt að karlmenn séu
hrifnir af kvenfólki, en ekki má þá gleyma öðrum
starfsmönnurn.
„Nei, flugþjónustumennirnir liafa mikið að
starfa. Þeir byrja með því að setja landgöngu-
stiga upp að vélunum, taka síðan til við hreinsun
vélanna, flytja matarforða og mataráhöld um borð
og vinna við aðra hleðslu.“
Er umferð mikil um völlinn dag hvern?
„Umferðin er mjög misjöfn. Stundum koma fá-
ar vélar, en aðra daga mikill fjöldi og nokkuð fer
þetta eftir árstíðum, því meira er flogið á sumrin
að sjálfsögðu. í apríl s. 1. komu til dæmis 90 flug-
vélar með 2750 farþega og tæplega 168 þúsund kg.
af vörum, en í ágúst s. 1. komu 329 vélar með 16.103
farþegar og yfir 360 þúsund kg. af vörum og pósti.“
Hvað komu margar flugvélar til Keflavikur á
siðasta ári?
„Þær voru 1962 frá mörgum flugfélögum og auk
þess 211 flugvélar frá flugherjum fjögurra þjóða.
Þó eru vélar Bandaríkjaflughers ekki meðtaldar.
Er þetta allmiklu meiri umferð en árið áður enda
fer umferðin sívaxandi með ári hverju. Farþegar
um Keflavíkurflugvöllinn á síðasta ári voru alls
72.269, þar af voru farþegar til Keflavíkur 1560 og
frá Keflavík 1313. Um völlinn voru fluttar vörur
samtals 1.230.214 kg. að þyng og pósturinn var
584.660 kg., en mjög lítill hluti af þessu vöru- og
póstmagni var til Keflavíkur."
Hafa íslendingar ekki miklar tekjur af þessari
þjónustu?
36 - FLUG