Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 43
Sólfaxi rúmar 60 farþega i sretL
FLUGFÉLAG ÍSLANDS EIGNAST NÝJA
MILLILANDAFLUGVÉL.
Samfara hinni öru þróun í flugmálum okkar ís-
lendinga hefur flugflotinn íslenzki vaxið að und-
anförnu. Nýjasti millilandafarkosturinn kom hing-
að til lands skömmu fyrir áramót, og var það
fjögurra hreyfla flugvél af Skymastergerð, sem Flug-
félag íslands keypti frá Noregi.
Mikill mannfjöldi tók á móti hinni nýju flug-
vél, þegar hún lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkur-
flugvelli daginn fyrir Þorláksmessu. Fór vel á því,
að yngsta kynslóðin var þarna í miklum meiri-
hluta, því að æskufólk á án efa eftir að fagna mörg-
um og stórum áföngum í flugmálum okkar. Hefur
þróun þeirra jafnan hrifið hugi æskufólks á ís-
landi, ef til vill er það þess vegna, að flugið
hefur létt svo mörgum íslendingi erfiðar dagleiðir.
Móttökuathöfn vegna komu hinnar nýju flugvél-
ar fór fram í einu af flugskýlum Flugfélags íslands.
Guðmundur Vilhjálmsson, formaður stjórnar F.Í.,
bauð alla viðstadda velkomna og bað síðan frú
Jónínu Gísladóttur, konu Brands Tómassonar,
yfirvélvirkja félagsins, að gefa flugvélinni nafn.
Steig hún síðan upp í greniskreyttan ræðustól og
sagði, að vélin skyldi Sólfaxi heita og bað heill og
hamingju fylgja nafninu. Um leið klofnaði kampa-
vínsflaska á stefni vélarinnar.
Þá flutti Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra,
ræðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sem stutt hef-
ur að flugvélakaupunum. Fórust honum m. a. orð
á j^essa leið: ,,Við fögnum í dag góðum og nytsöm-
um farkosti, sem þjóðin hefur eignazt og kemur í
fyrsta sinn í dag til landsins. Farkosturinn er fjögra
hreyfla Skymastervél ,sem hefur fengið nafnið „Sól-
faxi.“ Flugvélin tekur 60 farþega. Flughraði er 330
km. á klukkustund. Kostnaðarverð vélarinnar mun
verða kr. 7.100.000,00. Munu það teljast góð kaup
miðað við gæði og frágang vélarinnar. Flugfélag
íslands átti fyrir eina slíka vél, „Gullfaxa.“ Hefur
heppni og gifta ávallt fylgt þeirri vél og félagið
f?J0R6UDT
no'GrsuG rsuHos
Gullfaxi á verkstírói SAS ii
Kastrup-flugvelli.