Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Page 45

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Page 45
AUKIN STAKFSEMI LOFTLEIÐA H.F. Á ÞESSU ÁKI Eins og fregnir þær, sem dagblöð hafa birt um fyrirætlanir Loftleiða á þessu ári, bera með sér, hyggst félagið enn færa út kvíarnar. Á sumri komanda hafa verið lögð drög að því, að félagið fjölgi ferðurn verulega, en það liefir hins vegar í för með sér allmiklar breytingar á flug- vélakosti félagsins, svo og starfsliði og skipulagi félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn Loftleiða verður ferðum milli meginlands Evrópu og íslands, og liéðan til Bandaríkjanna, fjölgað í næsta mán- uði í þrjár á viku í stað tveggja nú, og í maí verða ferðirnar enn auknar upp í fimm ferðir á viku milli Bandaríkjanna og Evrópu. Til þess að geta fjölgað ferðum svo mjög, hefir félagið orðið að leggja drög að því að festa kaup á nýrri millilandaflugvél til viðbótar þeim tveim, sem það nú hefir til umráða, og standa samning- ar nú yfir unr kaupin. Verður hún af gerðinni Doug- las DC 4, eins og flugvélarnar „Hekla“ og „Edda," sem félagið rekur nú. Forráðamenn Loftleiða leggja á það mikla áherzlu, að hin nýja vél verði búin nýtízku þægind- um og annar búnaður vélarinnar hinn fullkomn- asti, ekki síður en í hinum fyrri vélum félagsins. Undanfarið hafa verið gerðar gagngerar breytingar á loftskeytatækjum „Heklu“ og „Eddu“, en auk þess verður allur útbúnaður hinnar nýju vélar með þeim hætti, að hann fullnægi ströngustu kröfum um öryggi til handa farþegum og áhöfn. Flugliðar í flugvélum félagsins verða einum færri en verið hefir, og er það unnt vegna þess, hve full- kominn loftskeytabúnaður verður nú á vélunum. Mun sami maður inna af liendi störf siglingafræð- ings og loftskeytamanns, og verður þetta fyrirkomu- lag nú reynt á vélum félagsins í sumar. Ekki verður þó gripið til þess að segja upp starfs- mönnum vegna þessarar fyrirkomulagsbreytingar. Siglingafræðingar munu hljóta menntun sem flug- menn og starfa sem aðstoðarflugmenn samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi. Þeir, sem undanfarið hafa starfað sem aðstoðarflugmenn, hafa nú öðlazt það mikla reynzlu, að þeir munu fá flugstjórnarrétt- indi. Með þessurn hætti hefir félaginu tekizt að skipa menn í ábyrgðamiklar flugliðastöður, er bæði hafa til að bera mikla reynslu og þjálfun, auk góðr- ar menntunar í margbrotnum störfum. Umboðsmenn Loftleiða erlendis hafa tilkynnt, að eftirspurn eftir flugfari í sumar sé þegar orðin mjög mikil, — svo að nokkrar ferðir þegar eru fullskipaðar. Þá ber það vott um rnikla aukingu far- þegaflutninga á þessu ári, að margar flugferðir í febrúar og byrjun marz voru fullskipaðar, og fyrir kom, að vísa varð farþegum frá vegna þess. Mun þetta einsdæmi í sögu Loftleiða, að því er snertir farþegaflutninga um þetta leyti árs, og jafnvel þótt víðar væri leitað. Til samanburðar rná geta þess, að í janúar 1954 fluttu Loftleiðir 279 farþega, en í janúar í ár 730. Frá áramótunr til loka febrúar 1954 voru fluttar 12 lestir af vörum með flugvélum félagsins, en 23 lestir á sama tíma i ár. Hafa vöruflutníngar því nær tvöfaldazt. Þá má loks geta þess, að á sumri komanda verð- ur bætt við einum lendingarstað í áætlun félags- ins. Það er Luxembourg, og verður flogið þangað einu sinni í viku. Bindur félagið miklar vonir við þær ferðir, þar eð mikill áhugi hefir verið rikjandi um ferðir þangað eða þess hluta Evrópu og fjöl- margar fyrirspurnir borizt um fyrirætlanir félags- ins í sambandi við þær. A. í TÍMARIT UM FLUGMÁL \ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ) / JÓN N. PÁLSSON ( / Útgefandi: FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS ( ( Afgreiðslu og innheimtu annast \ ) GUÐRÚN MÖLLER / ( Birkimel 6 B, sími 5588. \ \ PRENTSMIÐJAN ODDI H.F. « FLUG - 43

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.