Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 16
ey]a. Þær eru skammt fyrir vestan
Heimaey. Mun vart vera nema fimm
til sjö mínútna róður úr Stafnesi
á Heimaey út í Hænu. En hafn-
leysa er með vesturströnd Heima-
eyjar og skipalægi hvergi lengur í
eyjunni nema í höfninni við kaup-
staðinn. Þaðan er um tuttugu mín-
útna sigling í Kafhelli, sé farin
skemmri leiðin norður fyrir klett-
inn.
í ágústmánuði árið 1942 leigði ég,
ásamt öðrum manni, vélbát út í Kaf-
helli. Báturinn hét Gæfa, var tvær
smálestir að stærð og hraðskreiður.
Nokkrir farþegar fóru með. Meðal
þeirra var enskur liðsforingi, sem
fengið hafði undanþágu til að dvelj-
ast í Eyjum, þótt landar hans væru
allir færðir þaðan. Hann hafði tek-
ið svo mikilli tryggð við Vestmanna-
eyjar, að þær virtust annað föður-
land hans. Síðar var hann kallaður
heim. En draumur hans var að koma
hingað aftur, ef hann lifði af stríð-
ið. —
Við lögðum af stað klukkan hálf-
fimm síðdegis. Moldarflögin 1 Hánni
glóðu sem rauðleitt agat tilsýndar,
en á móbergið sunnan í klettinum
brá einkennilegum eirgljáa, eins og
jafnan er í sólskini. Og sólbros sindr-
aði á andlitsmynd búlgarska fugla-
fræðingsins mikla í Bjarnarey, Fer-
dinands, er við sigldum út Leiðina.
— Naktar stúlkur af baðstaðnum
hlupu eftir hafnargarðinum og sungu
um gerningalogn og seguleyjar, er út-
lendir sjómenn drægjust að hingað.
Það er engin furða, þótt vísur séu
ortar og sungnar um Eyjarnar af ís-
lendingum sjálfum. Á ensku, þýzku.
frönsku og ef til vill fleiri málum,
eru til bögur um Vestmannaeyjar.
ortar af útlendum sjómönnum. Út-
lendingar hafa hrifizt svo af sér-
kennileik eyjanna og ljóshærðu stúlk-
unum þar, að þeir hafa ekki getað
orða bundizt. Hvað myndi þá, ef
þeir hefðu einnig séð Kafhelli?
Eftir fjórðung stundar komum við
að Smáeyjum. Þær nefnast Hani,
Hrauney, Grasleysa og Hæna. —
Standa þær í þyrpingu að kalla.
Nokkru fjær er drangurinn Jötunn
og skerið Nafar. Öld eftir öld hefur
leiði 1 Landeyjar verið miðað við,
hvort brjóti á Nafrinum. Fyrr meir
gekk fé úti í öllum Smáeyjum nema
Grasleysu. En á sumrin var féð flutt
þaðan, svo að það skemmdi eigi
fýlavarpið. Aldrei voru nema þrjú
eða fjögur lömb látin ganga í Hænu.
Þóttu þau týna tölunni meir en í
öðrum eyjum. Var það ýmist af því,
að sjór gekk yfir eyjuna eða þau
hröpuðu á hálku, enda er nú hætt
að hafa fé í Hænu. — Munnmæli
herma, að eitt sinn hafi mórauð ær
í Hrauney eignazt rautt lamb með
hræfuglsklóm.
Hæst Smáeyja er Hani, 90 metr-
ar. Hæna er 65 metra há og með
hæstum hömrum að vestan, en þó
ekki þverhníptum. Þetta er kúpt mó-
bergsey, græn í kolli á sumrum af
grasi og skarfakáli, en ljósir flekkir
hér og þar af baldursbrám. Járngadd-
ur er á einum stað í berginu, og kasta
menn á hann taug, er þeir vilja ganga
á Hænu í lágsævi. En um flæði má
fara auðveldlega upp án taugar. —
Iðandi líf var á og við Hænu af svart-
fugli, rytu, lunda og fýl. Og drúðinn
(sæsvalan) vaknaði við vondan
draum af komu okkar.
10
HEIMAKLETTUR