Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 15

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 15
EINAR GUÐMUNDSSON: KAFHELLIR Enn er ýmsum í minni, er Kristj- án X. kom til Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum og líkti þeim við Capri.1 Vestmannaeyjar höfðu fagn- að kóngi vel, en látlaust, með því að sigla fiskiflota sínum, um 50 vélbát- um, út Víkina til móts við hann. En kóngurinn sat enga veizlu hér, drakk hér ekkerf þakkarfull, svo að þessi ummæli hans voru ekki neitt skála- ræðuglamur. — Kóngurinn á bústað við Miðjarðarhaf, hefur gist Capri, og vafalaust séð hinar fegurstu eyj- ar í heimi. Það má fullyrða, að kóng- urinn hafi margt til samanburðar, þessi samlíking hans sé nærri sanni. Óvænt hrós var hún fyrir Vest- mannaeyinga. Ef kóngurinn hefði séð Kafhelli í Vestmannaeyjum, sem er talinn næstfegursti hellir Evrópu, litlu síðri en Grotta azzurra (Bláhell- ir) á Capri, hefðu þessi orð verið enn meira sannmæli honum í munni. Heimaey og Capri eru svipaðar að ýmsu leyti. Báðar eru sæbrattar, við báðar eru lélegar hafnir. Vatnsskort- ur er á Capri eins og í Vestmanna- eyjum, neyzluvatn að mestu rign- ingarvatn þar sem hér. Capribúar hætta stundum húsasteypu sökum vatnsskorts. En Vestmanhaeyingar hafa komizt upp á að nota sjó í 1) Capri þýðir: Hafursey. óvandaðri húsasteypu, er vatn þrýt- ur, enda er sjórinn eigi eins saltur hér nyrðra. Sjóböð þykja ágæt á Capri. Og við sandbrekkuna í skjóli Heimakletts, gegnt sunnansól, er bezti sjóbaðstaður á íslandi. En það skilur, að á Capri er svo hlýtt, að sjó- böð geta verið notaleg á vetrum. Heimaey er um 16 ferkílómetra — eða að kalla 5 ferkílómetrum stærri en Capri. Gróðurfar og atvinnuhætt- ir eru að vonum ólíkir á eyjunum. Þó stunda Capribúar nokkuð fiski- og fuglaveiðar. Einn farfugl þeirra, lynghænan, er veidd af álíka miklu kappi og farfugl einn í Vestmanna- eyjum, lundinn. Mestu náttúruundur á Capri eru hellar og drangar. Hið sama er að segja um Vestmannaeyjar. Capri er fjölsóttur ferðamannastaður, einkum vegna Bláhellis. — Fáir ferðalangar koma hins vegar til Vestmannaeyja að skoða Kafhelli. Ósjór er oft nyrzt í Atlantshafi, sólskin stopult, og sjáv- arfalla gætir mjög. En við Capri er sjaldan stórbrim, þar er sólríkt, og flóðs og fjöru gætir lítt eða ekki. Hins vegar verður helzt að sæta sjáv- arföllum til að skoða Kafhelli. Og sjór þarf að vera dauður og sólskin, eigi fegurð hans að njóta sín að fullu. Kafhellir er í úteyjunni Hænu. Hún er syðst fjögurra svonefndra Smá- HEIM AKLETTUR 9

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.