Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 27

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 27
Það er ekki að undra, þó að börn- in, sem fara með Sigurbirni um töfra- heima ævintýra hans, þyki vænt um hann, þótt fæst þeirra hafi séð hann. Það hefur enginn gefið þeim svo heillandi ævintýri í öllu látleysi sínu. Börnin geta farið með honum fagra vormorgna upp eftir djúpum dölum, þar sem ær og ungviði þeirra rása í grænum hlíðum, en áin í dalnum glitrar í geislabaði dýrðlegrar morg- unsólar. Gil og gljúfur eiga öll sín tælandi leyndardóma og íullkomin ró íslenzkrar náttúru er svo djúp og friðsæl, að börnin þora varla að anda til þess að njóta sem bezt umhverfis- ins og missa af engu. Þau fara með honum í berjamó; lyngbrekkur og lautir kunna frá mörgu að segja. Blómin í brekkunum verða þeim nýr heimur. Þessi blóm hafa þau ekki séð fyrr. Þau fá að vita, hvað þau heita, og hin nýja vizka gerir þau hreykin mitt í faðmi náttúrunnar. Fyrir getur komið, að þoku reki yf- ir. Þá rifjast upp sögur um álfa- borgir, dverghallir og huldufólk, en eftir ýmisleg ævintýri kemur Sigur- björn með krakkahópinn berjabláann út undir eyru út úr þokunni, og nú get þau sagt heimafólkinu frá ævin- týrum sínum. Það er sama, hvað fyrir verður þegar Sigurbjörn bregður töfrasprota sínum. Allt verður lifandi og eðli- legt. Með öruggri snilld sinni hefur hann snortið hin ungu hjörtu Islands og að verðleikum orðið hinn ókrýndi konungur í ríki þeirra. Á síðastliðnu ári veitti Vestmanna- eyjabær Sigurbirni tvö þúsund og fimm hundruð krónur í viðurkenn- ingarskyni fyrir ritstörf hans. Ætti það að verða virðingarvert fordæmi fyrir þá, sem miðla eiga fé ríkis- sjóðs til listamanna lands vors, að ganga ekki svo gjörsamlega fram hjá Sigurbirni Sveinssyni sem hing- að til. Verður slíkur sofandaháttur varla látinn óátalinn. Gildir einu þó hann hafi ekki sótt um skáldastyrk, slíkt ætti að vera óþarfi fyrir rithöf- unda, sem vinna af jafntvímæla- lausri ósérplægni í þágu þjóðar sinn- ar sem Sigurbjörn. Að lokum vil ég óska skáldi æsk- unnar allra heilla ófarna ævibraut, og að yfir ævikvöldi hans megi verða eins bjart og sögunum, sem hann hefur gefið æsku íslands. G. R. S. Sá eini almenni friður, sem indverska þjóðin þekkir, er friðurinn í fangelsunum. Gandhi. „Eg er þeirrar skoðunar, að hernaðurinn í Ev- rópu árið 1944 verði hinn blóðugasti og dýr- keyptasti, hvað mannslíf snertir, sem við höfum nokkru sinni háð. Vér verðum allir að leggja oss alla fram til þeirra átaka og herða upp hugann, svo oss megi auðnast að sigra“. s Winston Churchill. ÞÁ VORU FÁIR MENN 1 HEIMINUM. Eitt sinn kom kvekari nokkur til hertogans í Sussex og bað hann að mæla með bænaskrá um afnárn dauðadóms. Hertoginn mótmælti og vitn- aði í þessi orð ritningarinnar: „Sá, sem blóði út- hellir, hans blóði skal af manni úthellt verða“. Kvekarinn svaraði: „Þú munt þó viðurkenna, að ekki var Kain hengdur fyrir að drepa Abel bróður sinn“. „Rétt segir þú“, mælti hertoginn, „en það var sökum þess, að þá voru ekki tólf menn til í heiminum, svo ekki var hægt að mynda dóm- nefnd". HEIMAKLETTUK 19

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.