Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 6

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 6
Loftvarnir Leiðbeiningar fyrir almenning ALMENNAR REGLUR 1. Merki um hættu er hækkandi og lækkandi tónn frá rafflautu bæjarins í 3 mín. samfleytt. 2. Aðvarið aðra íbúa hússins, ef þeir skyldu ekki hafa heyrt hættumerkið. 3. Slökkvið strax á rafmagnstækjum og gasvélum. 4. Látið gluggana standa opna meðan hættan stendur yfir. 5. Takið börn, sem kunna að vera ein síns liðs úti, inn í húsið til yðar og látið þau dvelja þar meðan hætta er á ferðum. 6. Haldið kyrru fyrir í húsinu, sem þér eruð stödd í meðan hættan stendur yfir, — í loftvarnabyrgi þess eða á öðrum stað innan þess, — því þér stofnið lífi yðar í hættu með því að fara út undir bert loft með- an árásar er von. 7. Ef þér eruð stödd á götum úti, þegar gefið er merki, um hættu, skuluð þér strax leita yður afdreps í næsta húsi. 8. Þeir, sem staddir eru á bersvæði meðan árás stendur yfir, skulu leita skjóls, ef þess er kostur, og leggjast niður. 9. Hlýðið tafarlaust þeim fyrirskipunum, sem yður kunn^^öyerða gefnar af lögreglu eða starfsliði loft- varnanna. 10. Merki um að hættan sé liðin hjá er stöðugur tónn frá rafflautum bæjarins í 5 mínútur.

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.