Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 13

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 13
vel heima. Þeir vissu, að Danmörk átti í stríði við Svía og þurfti því á öllum sínum skipastóli að halda heima við. Þeir voru vissir um, að þeir mundu ekki mæta neinni mótspyrnu. Fjögur sjóræn- ingjaskipin, sem herjað höfðu á íslandi og í Vestmannaeyjum, og hið hertekna skip, Krabbinn, komu til Algier 17. ágúst. Á síðasta hluta ferðarinnar höfðu fangarnir verið vel aldir, svo að hægt yrði að leiða þá fyrir furstann, deyann, vel á sig komna. Ræningjarnir skiptu smá saman öllu hinu rænda öli og víni milli fanganna, en sjálfir drukku þeir vatn, eins og sómir góðum Múhamets- mönnum. Fangarnir voru fluttir á sölu- torgið, eftir að valinn hafði verið úr nokkur hluti þeirra til opinberrar vinnu. Á þrælatorginu voru flestir seldir sitt í hverja áttina, eftir því sem kaupand- anum kom, og margur grét sárt. Fjöl- skyldur voru aðskildar, en þó kom fyr- ir, að mæður fengu að halda börnum sínum. Einhverntíma var hægt að koma þeim í peninga og það gat líka orðið hætta á því, að mæðurnar tækju upp á því að deyja af sorg. Skárst urðu ör- lög séra Ólafs Egilssonar og fjölskyldu hans. Hún fékk að vera saman og það var líka heppilegra, því á ferðinni hafði Þóra litla eignazt lítinn bróður, og prestskonan var mjög veikluð. Þá hafði það borið að, að ákveðið hafði verið að senda prestinn heim með bréf um lausn- arkaup á þrælunum. Hann mundi á- reiðanlega gjöra sitt ítrasta til þess að útvega fé, þó krafizt væri hárra fjár- hæða. Presturinn var fús til ferðarinnar, enda þótt honum væri þungt innan- brjósts, sökum þess að kona hans og börn urðu að vera eftir. Þau bjuggu að vísu í góðu húsi og þjáðust ekki af öðru en þrá og ótta, en það var líka þung byrði, meðal framandi villutrúar- manna og í heitu loftslagi. Ólafur Egils- son komst heill á hófi til Kaupmanna- hafnar og fékk áheyrn hjá æðsfu valda- mönnum, sem höfðu opið eyra fyrir þjáningum vesalinganna í Algeir. Hann komst áfram leiðar sinnar með einu af íslandsförunum vorið 1628, og kom aft- ur til Vestmannaeyja 6. júlí. Sóknar- börnin, allir eyjarskeggjar, tóku á móti honum með „ósegjanlegri" gleði, en einnig með djúpri angurblíðu. Á næstu árum var nokkrum hluta hinna mörgu fanga keypt lausn úr ánauðinni af er- lendum og norrænum íbúum og kaup- mönnum í Algier, og tíu vesalings ís- lendingar komust aftur heim. Alþingi safnaði fé með skattaálögum. í Dan- mörku og Noregi var safnað stórum fjárhæðum, en peningarnir komust ekki óskertir til Algier. Nokkrir fanganna komust undan á flótta, margir dóu, nokkrir snérust af trúnni og létu sér vel líka að verða áfram í hinu ókunna landi, og nokkrir menn urðu trúníðing- ar. Árið 1635 var talið, að 31 maður og 39 konur væru þar enn, sem þráðu lausn úr ánauðinni og árið eftir lét konungur- inn, Kristján IV, hollenzka kaupmann- inn Pál de Willem hefjast handa. Hann keypti 34 föngum lausn, meðal þeirra var kona Ólafs Egilssonar og börn henn- ar. Þeir komu til Kaupmannahafnar og voru sendir með fyrstu ferðum til ís- lands. Þangað komu þeir sumarið 1637, — en þó aðeins 27 þeirra, því áður höfðu sjö þeirra orðið sjúkdómum og dauða að bráð. Það er ekki hægt að lýsa gleð- inni yfir heimkomunni og hamingju end- urfundanna. Settu þér fyrir sjónir, les- ari góður: Hugsaðu þér heimkomuna til ættmenna og vina, í hin gömlu heim- kynni, eftir tíu ára veru hjá örgum ó- / HEIMAKLETTUR 3

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.