Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 22

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 22
haustinu, og má svo að orði komast, að Þór hafi verið í stöðugri sókn á sviði íþrótta og líkamsmenning- ar frá upphafi. Árið 1929 er kvennadeild Þórs stofnuð, og hefur hún síðan iðkað handknattleik, sund og leikfimi. Það þarf vart að taka það fram, að Þór hefur tekið þátt í öllum kappleikj- um og íþróttamótum hér frá upp- hafi vega sinna og séð um undir- búning fjölda þeirra. Einnig sent í- þrótta- og knattspyrnuflokka víðs vegar út um land, og hefur ávallt átt á að skipa hraustum og dugandi drengjum, bæði í knattspyrnu og öðrum íþróttum, sem haldið hafa fána félagsins með heiðri öll þau ár, sem það hefur starfað. Þór hefur átt dugandi forstöðu- mönnum á að skipa, og ber þar hæst nöfn þeirra Georgs Gíslasonar, sem var formaður félagsins í 16 ár og Jóns Ólafssonar, sem stjórnaði fé- laginu um tíu ára skeið. Er ekki ósennilegt, að einmitt sé það því að þakka, með hve mikilli festu og ein- urð allt starf Þórs hefur verið fram- kvæmt, og félagið hafi náð tilgangí sínum í ríkara mæli en ella, fyrir dugandi forustu fárra manna, enda á Þór sennilega að miklu leyti þessum mönnum meira að þakka fyrir störf þeirra en nokkrum öðrum, þó að Þór hafi átt fjölmarga aðra áhugamenn, sem hafa verið reiðubúnir að vinna fyrir félagið, hvort heldur er í harðri keppni eða að öðru, sem félags- starfinu hefur verið nauðsynlegt. Nú eru félagar í Þór á fimmta hundrað, og formaður þess er einn glæsilegasti íþróttamaður Vestmannaeyja, Ing- ólfur Arnarson. íþróttafélagið Þór hefur unnið ómetanlegt starf í þágu hreysti og líkamsræktar Vestmanna- eyinga. Það starf verður aldrei met- ið til fjár, en ef Eyjarnar, sem við byggjum, mættu mæla, mundu þær þakka Þór það hraustra drengja val, sem hann hefur aukið afli og þor og gert hraustari við sín daglegu störf, hvort sem er á sjó eða landi, en það er sú dýrmætasta gjöf, sem nokkurt félag færir byggðarlagi sínu. Þetta er sú uppskera, sem þeir 16 ungu menn, sem stofnuðu Þór, sáðu til, og Eyjarnar hafa notið síðan. Þökk sé þeim fyrir. Á afmælisfagnaði Þórs í tilefni þrjátíu ára starfsferils félagsins, sem haldinn var 30. október s. 1. í Sam- komuhúsi Vestmannaeyja, var fjöl- menni saman komið. Húsið var sér- staklega vel skreytt og undirbúning- ur allur hinn prýðilegasti. Félaginu barst fjöldi heillaskeyta frá íþrótta- félögum og einstaklingum víðsvegar um land, þar á meðal svohljóðandi skeyti frá Karli Vilmundarsyni: „Þú leiðir þrótt til landsins barna þú. lyftir fána í hæstu stöng, um aldir glæddu eldinn þarna, þín ævi verði björt og löng. Þá gaf Georg Gíslason kaupmaður Þór veglegan bikar úr silfri með þeim ummælum, að hann skyldi vera far- andgripur innan félagsins, og hand- hafi hans hvert ár skyldi vera sá fé- lagsmaður, sem mestum árangri næði í frjálsum íþróttum. Þessum bikar fylgdi annar minni, nákvæm eftir- Frh. á bls. 25.

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.