Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 31

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 31
Landíerðirnar þekkja allir; þær eru bæði stopular og hættulegar, enda hafa oft orðið slys í slíkum ferðum. Þetta, sem hér hefur verið sagt, eru aðeins dæmi um það, hve bágbornar samgöngurnar eru við Eyjar. Því vit- anlega leggur maður ekki upp í slíkar ferðir og hér að framan er lýst, nema í neyð. Næst virðist liggja, að Eyjaskeggj- j ar eignist sitt eigið skip til mann- flutninga — að minnsta kosti milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Hafa Eyjaskeggjar í annað eins ráðizt. Má þar til nefna hafnargerð- ana, sæsíminn milli lands og Eyja, bjorgunarskipið Þór I, og margt annað. Þess ber þó að gæta, að ekki er allt fengið, þótt skip fengist til mann- flutninga, en þeir eru miklir milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, t. d. er mér tjáð, að Stokkseyrarleiðina eina hafi í sumar farið um 4000 far- þegar. Til þess að fólksflutningar milli. þessara staða komist í það horf, sem þeir þurfa og eiga að vera í, þarf flugvél, og það frekar tvær en eina, frekar þrjár en tvær, o. s. frv. Flugvélin þyrfti ekki endilega að fljúga milli Vestm.eyja og Reykja- víkur — nægja mundi, ef hún flygi milli Lands og Eyja, þannig, að Eyjaskeggjar næðu í bílasamband við Reykjavík með því að fara með flug- vélinni hluta leiðarinnar. Væri þeg- ar mikið fengið, ef þetta tækist, en bezt væri beint samband, og án efa hin endanlega lausn á málinu. Flugvélin gæti farið margar ferð- ir á dag og afkastað ótrúlega miklu, 4 bæði hvað snerti farþegaflutning og póst. Blaðið leggur því til, að Eyja- skeggjar taki nú sem oftar höndum saman og stofni með sér félag, t. d. hlutafélag, til flugvélakaupa, nú þeg- ar, ef unnt er, ella þegar að afloknu stríðinu. Einnig væri æskilegt, að Eyja- skeggjar sendu og styrktu ungan mann héðan til flugnáms. Ýmislegt er sem mælir með því, að að flug- maður á flugleið til og frá Vest- mannaeyjum sé Eyjamaður, og þarf ekki að gera nánari grein fyrir því hér. Blaðið heitir málefni þessu stuðn- ingi sínum, og mun í framtíðinni hafa opið rúm fyrir greinar um þessi mál. F. G. J. Ameríkumenn eru brjóstumkennanlegir að mér finnst. Þeir voga öllu og sýna hina mestu hreysti og hetjudug' í æfintýrum efnisheimsins, en vilja helzt kaupa fyrirfram ábyrgð á öllum sínum andlegu tilraunum. Mathama Gandhi. ,.I hálfa öld hef ég dreift í kringum mig hugs- unum mínum í ljóði, bundnu máli, skáldsögum, heimspeki, sorgarleikjum og söng. Allt hef ég reynt við mig, en ég finn, að ég hef ekki enn sagt þúsundasta hlutann af því, sem í mér býr“. Victor Hugo. „Minn næsti dagur byrjar næsta morgun. Dauð- inn er ekki djúp, sem enginn kemst yfir, heldur alfaravegur. Að kvöldi er hhðum hans lokað og að morgni opnuð á ný, þegar dagur eilífðarinnar rís“. Victor Hugo. Snillingurinn (genius) er 1% innblástur og 99% sviti. Thomas A. Edison. HEIMAKLETTUR 23

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.