Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 8

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 8
JÓL ( HEIMAEY (SJÓRÆNINGJAR FRÁ ALGIER í VESTMANNAEJUM ÁRIÐ 1627). EFTIR KAY LARSEN. „Mamma, koma jólin ekki bráðum aftur?“ hvíslaði lítil stúlka. „Eg er búin að segja þér svo oft, Þóra, að jólin séu aðeins einu sinni á ári“, svaraði móðir hennar af nokkurri óþol- inmæði. „Þau eru svo yndisleg, og pabbi er Iíka prestur“. „Já, en hann getur ekki breytt því, vina mín litla. Þú verður að vera góð og bíða“. Litla stúlkan varð að bíða í tíu löng og erfið ár, og þá hafði hún gleymt, hvað jól voru. Fáar litlar stúlkur hafa reynt jafn mikið og þungbært mótlæti og Þóra litla. Mæðgurnar gengu út fyrir prestsetrið á Ofanleiti—og biðu pabba. Hann hafðí farið til bæjarins til þess að fá fréttir af hinum ískyggilega orðrómi, sem gekk um það, að Tyrkir hefðu ráðizt á land víða á íslandi og rænt, myrt og ruplað. Barnið vissi ekkert um erindi föður síns, en móðir hennar bjóst við verstu fréttum. Hún hafði verið of hamingju- söm og ekki kunnað að meta hamingju sína, ekki verið nógu þakklát, en stund- um metið sig og sína nánustu lítils. Og nú náði refsingin til hennar og skyldu- liðs hennar. Þarna kom presturinn fölur og hokinn. Hræðsla lamaði vesalings konuna og barnið hjúfraði sig að henni í ósjálfráðum ótta. Þögull gekk hinn virðulegi Ólafur Egilsson til þeirra. Al- varlegur á svip lagði hann hön'dina á öxl konu sinnar og sagði aðeins: „Orð- rómurinn var réttur. Við skulum fara inn, og þegar börnin eru komin til svefns, þá kemur þú inn til mín“. Það Ieið löng stund, þangað til börnin sofn- uðu. Þau urðu vör við ótta móðurinnar. Og þegar hún gekk kvíðafull inn í her- bergi prestsins, sá hún mann sinn sitja beygðan yfir borðið, auðum höndum. Ræðunni, sem hann hafði verið byrjaður á, hafði hann ýtt til hliðar. Hann sagði henni ógnartíðindin. . . Tyrkir voru komnir til íslands á mörgum skipum. Ræningjarnir höfðu ætt um Grindavík eins og trylltir djöflar og farið alla leið vestur að Bessastöðum. Þeir höfðu einn- ig komið á Berufjörð fyrir austan. Þar höfðu þeir myrt og brennt og rænt mörg- um hundruðum manna. Hann gat ekki fengið af sér að segja hinni skelfdu konu sinni öll ógnartíðindin. Það var sagt, að hinir níðangurslegu sjóræningjar, djöfl- ar í mannsmynd, hefðu klær í staðinn fyrir neglur. Eldur logaði af sjónum þeirra, hnífar og járngaddar yxu á brjósti þeirra og limum. Það yrði skelfi- legt, ef þessi ógn riði einnig yfir Vest- mannaeyjar. Presturinn reyndi að hugga konu sína, sem var komin að yf- 2 HEIMAKLETTUR

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.