Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 17

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 17
Það var hálfíallið að. Gæfa skreið hægt inn í Kafhelli. Siglutré voru eigi uppi. En svo hátt var til lofts, allt frá munna að hellisstafni, að í lágsævi hefði ekki þurft að fella siglutrén á Gæfu, til þess að hún gæti rennt inn. Sjórinn var dumbrauður með hell- isveggjunum. Mun sá litur stafa með- al annars af smávöxnum, litsterkum þaragróðri og kóröllum, er vaxa svo hátt á berginu, sem flæður nær. —- Fjær veggjunum var sjórinn ýmist gulur, grænn eða blár og ótal lit- brigði þar á milli. Birtan barst bæði inn um munnann og upp gegnum sjóinn um rauf móti norðvestri. Á háflóði er raufin alveg eða því nær undir sjávarmáli. Kvöldgeislarnir skinu gegnum hálflokaða raufina, brotnuðu í sjónum í gólfinu og ollu flestum litbrigðunum. Andartak flaug mér í hug, að það væri því nær helgibrigði, að gára sjó- inn í hellinum, — engu var líkara en við hefðum stolizt í þrettánda herbergið dularfulla, sem sagt er frá í ævintýri, að María mey bannaði jarðarbörnum að forvitnast 1. Eða var þetta heimkynni regnbogans? Kafhellir hefur myndazt af brimi. Hann er stór og nokkuð sporöskju- lagaður. í lofti hans eru gráleitar hellur misþykkar, stórkostleg lista- verk náttúrunnar. Þær sjást bezt úr skoru syðst í hellinum — þar sem skuggalegast er, rétt innan við munn- ann. Fer litur þeirra nokkuð eftir því, hvort verið hefur brim eða lá- deyða lengi. Mjög bergmálar í hell- inum. Á botni hans eru óvenjulega stór ígulker. Og litirnir eru óteljandi, einkum í Því miður er ekki hægt að birta mynd af Kafhelli að þessu sinni. Þessi mynd er aí Klettshelli, sem er talinn svipur hjá sjón Kafhellis. morgunsól eða kvöldsól. í dumbungi er hins vegar skuggalegt í hellinum og litskrúð ekkert. —------- í Kafhelli eru fleiri litbrigði en í Bláhelli á Capri, þar sem allt er ein- ungis blátt. Má vera, að Kafhellir sé eins fallegur og Bláhellir, — en skorti frægðina eina við hann. — Munni Bláhellis er svo þröngur, að ekki er unnt að róa inn í hann nema á kænu, og verða menn að lúta til að reka sig ekki upp undir. En í Kaf- helli væri hægt að fara á svo stóru skipi, að halda mætti dansleik á þil- farinu. í útsunnanólögum, er Kafhellir fyllist af sjó, þeytist loft og brim- reykur út með slíku ógnarafli, að lík- ist sprengingu. Af Þeim brimreyk mun hellirinn draga nafn. Á Heimaey eru ýmsir stórir og ein- kennilegir sjávarhellar, svo sem Klettshellir, Æðarhellir, Teistuhellir, Fjósin og Litlahöfðahellir. — Þeir leggja hver sinn skerf til þess að gera náttúrufegurð stórbrotna í Vest- mannaeyjum, en eru þó svipur hjá sjón Kafhellis í úteyjunni Hænu. HEIMAKLETTUR 11

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.