Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 19

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 19
máli, er frætt gæti alþýðu, og virðist oss þetta hér því æskilegra, sem enga skóla- menntun er að fá hér handa börnum og unglingum, sem menn á öðrum stöðum, einkum í útlöndum, geta orðið aðnjót- andi, eins og það á hinn bóginn er al- kunnugt, að mörgum, bæði ungum og gömlum, bæði hér og annarstaðar á ís- landi, þykir mikil unun að bókum, en geta oft eigi sökum fátæktar eða ann- ara orsaka vegna, fengið þær. Undir eins og vér því erum fullvissir um, að margir hér muni hafa vilja til þess, að afla sér þess fróðleiks, er glætt gæti sanna framfaralöngun í andlegu og lík- amlegu t'lliti, ef þess gæfist kostur, við- urkenmindi sannleika hins forna máls- háttar, „að blindur er bóklaus maður“, verðum vér jafnframt að játa, að flesta skortir efni til að afla sér nytsamra og fróðlegra bóka, og viljum því — þar fé- lagsskapur og samtök góðra manna geta ráðið bót á þessu — skora á þá af Eyja- búum, sem einhver efni hafa, og vilja vel sér og þessum afskekta Hólma, að ganga í lið með oss, og styrkja oss með tillögum sínum, að stofnsetja bókasafn, sem" tilheyra á Vestmannaeyjum og heita „Bókasafn Vestmannaeyja lestrarfé- lags“ og miða til upplýsingar og uppfræðing- ar fyrir alþýðu hér á eyju. Bráðabyrgðar reglugjörð fyrir félag þetta fylgir liérmeð, til eftirsjónar fyrir þá er kynnu að vilja ganga í ofangreint Lestrarfélag“. Að þessu ávarpi til Eyjabúa loknu, er birt reglugerð lestrarfélagsins í 11 greinum og er í 11. gr. gert ráð fyrir, að ef þurfa þyki að breyta reglugerðinni HEIMAKLETTUR eða bæta við hana, „skal þar um rætt á almennum fundi“. í 7. gr. er svo að orði komizt: „Félagi þessu, sem nú stofnast, sé hið fyrsta ár veitt forstaða af sýslumanni og sóknar- presti Vestmannaeyja, og velja þeir sér til aðstoðar þann mann, er þeir álíta bezt til þess fallinn; — en að þessu ári liðnu og svo framvegis, skulu 3 menn kosnir í forstöðunefnd af félagsmönn- um á aðalfundi félagsins, er jafnan skal haldinn einu sinni á ári, um fardaga leyti“. Árgjald hvers félagsmanns var ákveð- ið „að minnsta kosti tvö mörk“. Akveðið var að lána út bækur einu sinni í viku. Að reglugerðinni lokinni segir svo: „Reglugerð þessi er samantekin af stofnendum félagsins. Vestmannaeyjum í Júnímánuði 1862. B. E. Magnússon. Br. Jónsson. J. P. T. Bryde“. Með skjali þessu, sem fyrr getur, er „Listi yfir þá sem gjörast meðlimir lestrarfélags Vestmannaeyja“. Þeir eru taldir 27 og eru tilfærð tillög þeirra til félagsins það ár. J. P. T. Bryde leggur mest fram, 20 ríkisdali, þá Bjarni sýslu- maður 10 ríkisdali, í bókum og séra Byrnjólfur 10 ríkisdali, einnig í bókum; þá leggja þeir Thomsen kaupm. fram 5 ríkisd. og C. Bohn 5 ríkisdali í bókum, sömuleiðis Chr. Magnusohn, Sjólyst 8 ríkisd. í bókum. Minnstu framlögin eru 32 skildingar (64 aurar) frá 6 af þessum 27, sem á skránni eru. Þegar ég var að Ijúka við greinarkorn þetta, komst ég yfir fyrstu gerðarbók félagsins, og er hún löggilt af Bjarna sýslumanni, 4. janúar 1863, til þess að vera „Gjörðabók fyrir Lestrarfélag Vest- 13

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.