Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 21

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 21
IÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR 30 ÁRA Sumarið 1913 komu 18 ungir menn sér saman um að stofna nýtt íþrótta- félag hér í Vestmannaeyjum. Mun það fyrst og fremst hafa vakað fyr- ir þessum ungu mönnum, að hleypa nýju lífi og auknum krafti í íþrótta- líf bæjarins og auka fjölbreytni þess, enda var það knýjandi nauðsyn, þar sem aðeins eitt félag var hér starf- andi þá, sem lét sig nokkuð varða íþróttir, og þó aðeins éina grein þeirra, það er knattspyrnuna. Félag þetta var knattspyrnufélag Vest- mannaeyja, og á stefnuskrá þess var aðeins knattspyrna. Má því nærri geta, að ekki hefur verið vanþörf á að koma á fót öðru félagi, til þess að auka kapp og áhuga ungra manna á þessu sviði. Hinn 9. september 1913, sem ætíð verður talinn merkisdagur í sögu í- þróttahreyfingarinnar í Vestmanna- eyjum,'— völdu þessir ungu menn til að koma saman í þinghúsinu hér í Eyjum og stofna íþróttafélag með víðtækara starfssviði en áður þekkt- ist hér í bæ. Á fundinum mættu 16 menn, auk Guðmundar Sigurjónssonar, sem þá var sundkennari hér. Var Guðmund- ur mikill hvatamaður þessarar félags- stofnunar. Sjö tillögur komu fram um heiti á þessu félagi, sem nú var í fæðingu. Nafnið Þór bar þæstan hlut frá borði, og þar með var 1- þróttafélagið Þór til orðið. Þegar búið var að velja félaginu heiti, HEIMAKLETTUR voru lögð fram lög, er félagið skyldi byggja starfsemi sína á. Þau voru í tíu aðalgreinum, og ber önnur grein félagslaganna gleggst merki um til- gang þann, sem vakti fyrir hinum ungu mönnum með félagsstofnun- inni, en hún er þannig: „Tilgangur félagsins er að iðka alls konar íþróttir og glæða áhuga manna á þeim“. Og er það ekki of- mælt, að þeim tilgangi hefur fé- lagið alla tíð dyggilega þjónað og árangurinn orðið glæsilegri en nokk- urn þeirra stórhuga ungu manna, er að félaginu stóðu, mun hafa látið sig dreyma um. Fyrstu stjórn fé- lagsins skipuðu þessir menn: Ge- org Gíslason formaður, Haraldur Ei- ríkisson féhirðir og Sigurður Jóns- son ritari. Starfsemi félagsins byrjar þegar af fullum krafti. Á þriðja degi frá stofnfundi, er haldinn annar fund- ur og þar ákveðið, að senda mann til Reykjavíkur til íþróttanáms, og skyldi hann, er heim kæmi, veita fé- lögum í Þór tilsögn og aðstoð við glímu og íþróttaæfingar. Til þessar- ar ferðar var valinn Haraldur Ei- ríkisson, núverandi rafvirkjameist- ari hér 1 Eyjum. Eftir heimkomu Haraldar byrja svo íþróttaæfingar, aðallega íslenzk glíma framan af, en á næsta sumri verður starfið fjöl- breyttara. Þá er iðkuð knattspyrna, og rekur nú hvað annað, frjálsar í- þróttir, sund og leikfimisæfingar með 15

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.