Læknaneminn - 01.03.1956, Qupperneq 4

Læknaneminn - 01.03.1956, Qupperneq 4
LÆKNANEMINN' Jf Sjúkrahúsið var hið vistlegasta, minnti á stóra spítala á Norður- löndum, að vísu ekki eins íburðar- mikið né þrifalegt. Sjúkrastofur stórar og bjartar, þrjár skurðstof- ur, röntgendeild o. s. frv. I kjallara var eldhús eitt ferlegt með kola- kyntri, stórri eldavél, einnig kola- kyntur miðstöðvarofn fyrir vet- urinn. Flest var starfslið það, sem ég sá, mjög dökkt og sjúklingarnir stungu sérstaklega í stúf við það, sem maður á að venjast á Norður- löndum. — Fátæktina báru þeir utan á sér, þrátt fyrir hinar ríku- legu gjafir náttúrunnar. Þar eð læknarnir höfðu nú að mestu lokið störfum sínum var mér boðið að koma kl. 8 næsta morgun, því að þá byrjuðu upp- skurðir. — Ég leigði mér bíl, og tók bíl- stjórinn margfalt gjald fyrir hann, þar eð hann sá að ég var útlend- ingur. Ramos tók aftur á móti mér og fór með mig í skurðstofurnar og kynnti mig þar fyrir nokkrum læknum, sem voru að hefja störf sín. Við vorum báðir færðir í hvíta sloppa, húfur settar á höfuð okk- ar og grisjur fyrir andlit eins og gerist á skurðstofum. Ramos átti að vera túlkur fyrir mig, því að málakunnátta læknanna var ekki önnur en spánska og þá einhver lækna latína. —• Skurðstofurnar voru með nýtizku brag og útbún- aði, áhöld einnig t. d. amerísk svæf ingartæki, , ,blóðtransfusion- ir“, blóðbanki o. s. frv. Yfirlæknirinn hét Dr. .Tuan Lombardi, miðaldra maður. Sagði undirmaður hans Dr. Octavio Vera Chamorro að Lombardi væri einn fremsti skurðlæknir Chile. Ég sá hann gera uppskurð vegna „Ectopia testis" og var ekkert þar við sérkennilegt. Dr. Vera Cha- morro var aftur á móti að búa sig undir að gera „Sectio cesarea“. Það var ungur maður, dökkur á brún og brá. Hann sagði að iðu- lega væri gerðir 4 keisaraskurðir á viku. Sjúklingurinn, sem hér var um að ræða, var 35 ára kona, lág- vaxin en þétt og mjög dökk. A- stæðuna fyrir aðgerð kvað læknir- inn vera þrönga grind. Var þetta í þriðja sinn sem átti að losa kon- una við barn sitt á þennan hátt og nú í síðasta sinn, því „sterilit- ets-operation“ átti að framkvæma á eftir. Dr. Chamorro sýndi mikla leikni við aðgerðina og var auð- séð, að hann var mjög æfður á þessu sviði. Sagði hann þó að- aðgerðina erfiðari, þar sem sjúkl- ingur hafði tvisvar verið skorinn áður. Eftir að hann hafði komist inn á legið, sem ekki tók langan tíma, opnaði hann það með þver- skurði, mjög neðarlega, og á and- artaki kom hann með snar-lifandi barn úr móðurkviði. Blæðing var ekki mikil. Eftir að hafa klemmt af lykkju á ,,salpinges“ og undir- bundið — lokaði hann sárum sjúkl- ingsins mjög vandlega. Blóðgjöf var viðhöfð meðan á aðgerðinni stóð. Mér sýndist sjúklingurinn, þannig vaxinn, að hún hefði átt að geta fætt pr. „vias naturles", en þær leiðir höfðu aldrei verið reyndar. Svæfingarlæknirinn var blökkumaður, og hafði hann verið 2 ár á íslandi sem herlæknir á stríðsárunum. Hinir læknarnir þóttust vita hvar ísland væri á hnettinum. Auk þess sem hann var svæfingarlæknir, var hinn svarti stéttarbróðir geðveikralæknir. Vildi hann umfram alla muni sýna mér listir sínar og gerði „electro- og cardiazolichock" á 2 sjúkling- um sínum. Svört hjúkrunarkona aðstoðaði hann og voru þau auð- sjáanlega samæfð og jafn ,,köld“. Sjúklingarnir lifðu báðir af mis-

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.