Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 5

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 5
LÆKNANEMINN 5 HEMOPTYSIS Æfingarritgerð í lyflæknisfræði eftir Friðrik Sveinsson, stud. med. Skilgreining. Með hemoptysis er átt við blóð í hráka (sputum), þ.e.a.s. allan blóðuppgang frá tractus respiratorius. Blóðmagnið getur verið mjög mismunandi, allt frá því að vera örlitlir blettir eða rákir blandaðar meiri eða minni hráka, upp í það að vera hrein blæðing (30 cc., eða allt upp í 300 cc. í einu) og getur þá verið ban- væn. Orsakir. Hemoptysis verður með þeim hætti, að blóð kemst inn í bronchus eða alveoli, vegna þess að æðar (arteriur, venur eða ca- pillerur) springa eða rifna. Skulu nú greindar helztu or- sakir þessa. I. Lungnasjúkdómar: A. Acut og krónískir inflammator- ískir sjúkdómar í lungum og lungnapípum. 1. Berklar. 2. Bronchiectasis. þyrmingarnar. Um batann var mér ókunnugt. Viðtökurnar voru yfirleitt hinar vingjarnlegustu, eins og að vísu á öllum sjúkrahúsum, sem ég heimsótti, eða þurfti að leita til í Suður-Ameríku. Sjúkrahúsið hafði sinn eiginn bílakost; ekki var við annað komandi, en að mér væri ekið um borð, er ég kvaddi og þakkaði fyrir alla gestrisnina. — Seyðisfirði, 21. jan. 1956. Egill Jónsson, 3. Abscessus og gangrena. 4. Lungnabólgur (einkum Fri- edlándder og víruslungnab.). 5. Fungus og parasitainfec- tionir. 6. Krónískur bronchitis. 7. Pertussis. B. Aðrir sjúkdómar í lungum. 1. Æxli, bæði góð- og illkynja, svo og meinvörp frá illkynja æxlum annars staðar í lík- amanum. 2. Infarct í lungum. 3. Emphysema og atelectasis. C. Áverkar og aðskotahlutir. II. Aðrir sjúkd. en lungnasjúkd.: 1. Hjartasjúkdómar. 2. Blóðsjúkdómar. 3. Ulceration í trachea og lar- ynx. 4. Skyrbjúgur. 5. Aneurysma aortae. 6. Hitasóttir (tyfus o. fl.). Mun nú leitazt við að skýra nán- ara frá þessum sjúkdómum, sem orsök að hemoptysis. Lungnaberklar munu vera ein algengasta orsök fyrir hemoptysis. Talið er, að hemoptysis komi fyrir í meira en helming allra tilfella af lungnaberklum. Getur stundum verið eitt fyrsta ,,lokal“ einkennið, sem í ljós kemur við þennan sjúk- dóm. Þegar berklaysting, sem er necrosis, sem myndast fyrir áhrif berklatoxina og er talin byrja að myndast í lok annarrar viku frá smitun, tekur að linast upp, er

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.