Læknaneminn - 01.03.1956, Page 10

Læknaneminn - 01.03.1956, Page 10
10 LÆKNANEMItfX Próf og prófessorar Eftir Brynleif Steingrímsson cand. med. Vísindamaðurinn Pavlov varð fyrstur til að skilja og skýra það, sem kallað er „conditioned reflex- es“. Hundar spýttu magasafa við taktbundin tákn og teikn. Þannig er farið blessuðum hundunum; þeirra tilvera, sem heita má að öll sé matur og matardollur, er full- af hlutbundnum einkennum um mat. En hundarnir, þó að hundar séu, eru engan veginn einir um hituna, því að í mannheimum er allt fullt af bjölluklið óska og þarfa. Hver ósk hefur sitt tákn og sitt við- bragð. Það sést á vanga ungrar stúlku og hálsi reyndrar konu. Jafnvel svo háþróaðar verur sem læknastúdentar eru fullir af ,,con- ditioned reflexes“, sem í eðli sínu eru um flest skyldir hundsins. Meðal læknastúdenta mun þó aðallega vera tvennt, sem veldur „conditioned reflexes“ umfram það, sem hver mannleg vera með alvanalegt (normal) hvatalíf hýs- ir. Það eru 'próf og prófessorar. Hið fyrr nefnda er almennara og eldra í vitund stúdentsins. Frá því að hann hætti að brjóta glugga án samvizkubits, hafa próf verið samslungin tilveru hans, próf, sem framkvæmd hafa verið af eldri og voldugri veru, en hann var hverju sinni. Slík er saga hans, einn rimlastigi prófa, sem þannig voru flest, að ef hann hitti ekki riml- ana rétt, hékk fótur hans í lausu lofti, og hann féll. Það er ekki að furða, þó að stúdent, sem klifrað hefur slíkan stiga, beini skynfærum sínum að öllu því, sem breytt getur próf- um og próflyktum. I háskóla er stúdentinn fljótur að greina hið breytilega ,,moment“ atburðarásarinnar, prófessorinn. Það, sem stúdentinn veit um prófessorinn er, að hann er mað- ur, en það er: óútreiknanlegt, við- bragðahæft efnasamband í um- hverfinu. Og það er hann, sem framkvæmir að miklu leyti eða öllu prófið og er valdamestur um fram- kvæmd þess. Það er því ljóst, að stúdentinn veit, að það er undir prófessornum komið, hvort vel eða eða illa fer, ef litlu munar. Því er ekki að furða, þótt prófessorar valdi impulsaöfgum í ósjálfráða taugakerfi læknanemans. Það vita prófessorar allra manna bezt, að slíkar „reactionir" eru engum manni heilsusamlegar, og þeir, sem læknanemarnir sjálfir, vildu vafalaust gera sitt til, að þetta mætti með öðru móti verða. En eitt er víst, eins og í öllum öðrum vandamálum, að hér er við ramman reip að draga. Það er blindum manni eiginlegt að þreifa og þukla, gera það hugs- aða áþreifanlegt, hlutlægt, og það er heimspekilegur möguleiki, að vitund, hugmyndir allra manna, samsvari ekki hinum hlutbnundna heimi nema að litlu leyti. Mat manna hverra á öðrum, er því varla hlutbundið nema að örlitlu broti. Próf eru tölulegur mælikvarði á kunnáttu og hæfni, eða nánast það. Afstætt mat er lagt á rnenn. Þetta mat hlýtur ætíð að verða

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.