Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 27
LÆKNANEMINN S7 fram i tímann um væntanlegan stúd- entafjölda. Þó er auðvitað ekki meiningin að menn panti kúrsusa fyrr en að afloknu fyrsta hluta prófi. Form. Fél. læknanema. Lífið er óhóf. Afkoma manna . . . fer dag- versnandi, svo að góð húsakynni, rafmagnsnotkun o. fl. telst hér til óhófs. (Flateyrar. Hbrsk. 1951. Mjólkurframleiðsla.) En, by contrast. Húsakynni góð, svo og fatnaður og þrifnaður. (Flateyrar (sic!) Hbrsk. 1951. Húsakynni. Þrifnaður.) Læknar láta þessa getið: Aðeins 3 „greni“ nú byggð á Sandi . . . (Ólafsvíkur. Hbrsk. 1951. Húsakynni. Þrifnaður.) Læknar láta þessa getið: Abdominalia acuta. Af sjúkdóm- um Súgfirðinga kveður mest að . . . sprungnum mögum í karl- mönnum. (Flateyrar. Hbrsk. 1951 Fatnaður og matargerð. sic!) Læknar láta þessa getið: Við hverju var að búast? íþrótta- áhugi lítill. (Flateyrar. Hbrsk. 1951. Iþróttir.) Læknar láta þessa getið: . .. og bitu í skjaldarrendurnar . . . á dansleikjum ganga menn . . . berserksgang og brauka og bramla allt sem hönd á festir. (Ögur. Hbrsk. 1951. Skólaeftirlit.) LÆKNA NEMINN BLAÐ FÉLAGS LÆKNANEMA Bitstjóri: Guðmundur Tryggvason. Bitnefnd: Grétar Ólafsson, Árni Kristinsson, Arngrímur Sigurðsson. HANDLÆKNISÆFINGAR fara nú fram á tilraunastöðinni Keldúm. Stúdentum er gefinn kostur á að gera holskurð á hundum, undir um- sjón prófessors. Áhugi er auðvit- að óskaplegur, enda vel metið og virt að makleikum af stúdent- um, ef kennarar leyfa þeim að hjálpa til við rannsóknarstörf sín. (Vonandi fækkar nú dauðum kött- um fyrir utan stúdentagarðana). Háskólinn er ungur og snauður að fé. Hefur það sett svip á starf læknadeildar, sem hefur um of yf- irbragð embættismannaskóla, með fá tækifæri til ,,vísindaiðkana“ fyrir nemendur sína. Samskonar „fakultet" hjá frændþjóðum okkar nefnast „videnskabelig Institut som beskæftiger sig með Under- visning". RITNEFNDIN hættir nú sínu rexi, óskar þeirri næstu góðs geng- is í starfi, vonar, að henni takist að blása lífi og gáska í starf og félagslíf læknanema (sbr. Æsculap hinn norska) og hún verði ekki öll í próflestri jafnframt skrif- finnskunni.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.