Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 3

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 3
LÆKIMAIMEMINIM Útg. Fél. Læknanema Háskóla íslands. i í' Reykjavik, marz 1956 1.—2. tbl. 9. árg. T/.'i Tveir dagar í Iquique, Chile Eftir Egil Jónsson, héraðslækni, Seyðisfirði. Ritstjórn Læknanemans fór þess á leit við nokkra lækna, sem stundað hafa óvenjuleg læknisstörf, miðað við aðra starfsbræður þeirra innlenda, svo sem verið herlæknar skipslæknar o. f 1., að skrifa stutta grein um einhvern atburð, skemmtilegan eða óvenjulegan frá því tímabili ævi sinnar. Því miður gat ekki nema einn þessara lækna orðið við bón okkar, og kunnum við honum bezta þakklæti fyrir. f fyrra vetur — veturinn 1955 — sigldi ég meðfram Chileströnd- um, kom við í mörgum hafnar- borgum og kynntist dálítið landi og lýð. — Chile er hrífandi og sérkennilegt land, sem nær frá 18. til 55. suð- lægrar breiddargráðu og er 4555 km löng landsspilda milli Andes- fjallanna og Kyrrahafsins. Ég ætla að segja stuttlega frá heimsókn minni í sjúkrahúsið — Hospital regional — í Iquique, sem er bær í Norður-Chile, með um 60.000 íbúa. Það var 1. og 2. febrúar 1955, sem ég dvaldi þar. — Veðrið var auðvitað hið dásamlegasta, sólskin og hiti, sem ekki er hægt að láta sig dreyma um í ísl. skammdegi og stórhríðum. — Sjúkrahúsið bar af öðrum mann. virkjum í bænum og blasti við sjón- um manna frá höfninni, hvít reisu- leg bygging, uppi undir fjallshlíð- inni. Þetta var nýtízku steinhús í ,,funkis-stíl“, 5 hæðir með ótal svölum og stöllum í stórum húsa- garði. Þar uxu pálmar og margs konar annar gróður. Þegar ég kom inn á lóðina og fór að svipast um eftir aðaldyr- um og líta í kringum mig, kom út úr einum dyrunum ungur mað- ur og spurði um erindi mitt. Ég sagði honum, að ég væri skips- læknir á sænsku skipi, sem lægi hér á höfninni, mundi dvelja hér 2 daga og langaði til að líta á sjúkrahúsið og kynnast dálítið heilbrigðismálum Chilebúa. Maðurinn talaði talsvert í ensku', kynnti sig, kvaðst heita Ramos og væri aðstoðarmaður hjá sjúkra- húsforstjóra, sagði ég væri vel- kominn og leiddi mig þegar fyrir hann, en þar sem spönskukunn- átta mín var lítil, varð ekki mikið úr samræðum, en Ramos tók að sér leiðsöguna og fór með mig um sjúkrahúsið. Hann sagði, að rúm væri fyrir 825 sjúklinga, starfslið væri 400 alls, 300 konur og 100 karlar —- auk lækna sem væru 25 starfandi við stofnunina.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.