Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 13
L 23 KN AN E MIN N 13 blóðið úr sárinu er mjög blandað vefsvökvanum. Dropinn er tekinn beint á objectglerið. Ekki skal taka oxalatblóð, ef annars er kostur. Það er lengur að þorna en óblandað blóð og þvi hættara við að frumurnar dreifist ójafnt um preparatið. Aldrei skal nota oxalatblóð nema að það sé alveg nýtekið, því að hætt er við að blóðmyndin verði alröng, ef cellurnar hafa náð að setjast til. Áður en blóðið coagulerar, verð- ur að dreifa því yfir objektglerið. Til þess er notað gler með slíp- uðum kanti. Objectglerið er lagt á láréttan flöt og haldið þar föstu með vinstri hendi, þannig að dropinn sé lengst til hægri. Síðan er strokglerið lagt þannig, að það myndi sem næst 45° hom við objek'tglerið, fært að dropanum, unz hann sogast alveg undir kant þess, og síðan dregið hægf yfir objektglerið frá hægri til vinstri. Þessu næst er objektgler- inu viftað nokkrum sinnum, svo að blóðið þorni fljótt, því að þann- ig verður preparatið fallegra. Margs ber að gæta við uerð blóð- strokunnar. Blóðdropin á að vera lítill, helzt ekki stærri en svo, að hann sogist allur inn undir kant strokglersins. Sé dropinn of stór, verður preparatið of þykkt. Strok- glerið má ekki liggja of lóðrétt á flöt objektglersins, því að þá verð- ur preparatið einnig of þykkt. Strokglerið á að ná að dropan- um og draga hann með sér yfir objektglerið, en má ekki ýta hon- um á undan sér, því að þá destru- erast cellurnar af þrýstingnum á strokglerið. Strokglerið á að færa hægt yfir objektglerið. Sé strokið of hratt, verður preparatið of þykkt, en ekki má heldur strjúka svo hægt, að blóðið nái að coagul- era við kant strokglersins. Bæði glerin verða að vera vel hrein og órispuð. Bezt er að hreinsa þau úr krómbrennisteinssýru eða alko- holi, skola vel af þeim með vatni og þurrka með mjúkum klút, áð- ur en þau eru notuð. Þó að blóðstrokan sé gerð eins vandlega og hægt er, fer oftast svo, að dreifing cellanna um pre- paratið verður ekki jöfn. Þær verða auðvitað flestar þar, sem prepar- atið er þykkast, og stærstu frum- urnar hafa alltaf tilhneigingu til að sitja í jöðrum preparatsins. Dragast þær þangað af yfirborðs- þenslu blóðvökvans. Sumir nota stórt dekkgler til að dreifa blóðinu yfir objektglerið. Leggja þeir dekkglerið yfir drop- ann, bíða, unz hann fyllir bilið milli glerjanna og færa síðan dekkgler- ið. Þannig fæst jafnari dreifing frumnanna en við strokið, en þessi aðferð krefst mikillar æfingar, eigi hún að takast vel. Blóðpreparatið verður að lita sérstaklega, svo að hægt sé að greina að hinar ýmsu frumur. Margar litunaraðferðir er hægt að nota. Hér er algengast að nota May Grúnwald og Giemsa lit. May Grunwald litur er mettuð upplausn af metylenbláu eosinati í metyl- alkoholi og er hæfilegt að leysa % g af litarduftinu upp í 200 ml af metylalkoholi. Giemsa litarduft er einnig eosin- samband, derivat af metylenbláma, er nefnist azure II, og er hæfilegt að leysa 0,5 g af azure II eosin upp í 33 ml af glycerini. Eftir 2 —3 klst. er bætt út í upplausnina 33 ml af absolut alkoholi eða met- anoli. Til litunarinnar er einnig notuð fosfatblanda, er hefur ph. 6,5. Má gera hana úr sekunderu natríum- fosfati og primeru kalíumfosfati

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.