Læknaneminn - 01.03.1956, Síða 7

Læknaneminn - 01.03.1956, Síða 7
7 LÆKN ANEMINN þar sem abscessmyndun er tíð, er oft blóðugur uppgangur, sömuleið- is við víruslungnabólgur. Oftast er aðeins um lítið blóðmagn að ræða, en í sjaldgæfum tilfellum getur talsvert blóðmagn gengið upp. Fungus- og panasitainfectionir: Við þessa sjúkdóma er hemoptys- is algengt symptom. Actinomycosis í lungum getur valdið mjög alvar- legri hemoptysis, sem stundum er banvæn. Við lcrónískan bronchitis getur gengið upp blóð í hráka, sjaldan nokkuð sem heitir, en fari að bera á verulegri hemoptysis hjá sjúkl. með þennan sjúkdóm, bendir það venjulega til þess, að eitthvað ann. að og meira liggi til grundvallar, t. d. bronchiectasis. Pertussis: Börn með kíghósta geta fengið blóðugan uppang, ef hóstinn er svæsinn og leggst þungt á þau. Æxli í lungum: Við krabbamein í lungum er hemoptysis stundum eitt af fyrstu einkennunum. Meinið gengur oftast út frá lungnapípun- um, grefur sig í gegnum slímhúð- ina, hún ulcerar og við það blæð- ir úr henni. Þá getur adenomatös polyp vax- ið inn í bronchus, ulcerað og vald- ið hemoptysis. Metastasar í lungum geta og valdið hemoptysis, einkum chorio- nepithelioma. Infarct í lungum veldur hemop- tysis. Sjúkl. fær sáran, ertandi hósta og blóðuppgang. Tappinn, sem infarctinum veldur, er oftast kominn frá thromboseruðum ven- um í neðri extremitetum, einnig frá venum í pelvis, eftir barnsfar- arsótt eða graviditet. Verður að hafa þetta í huga, þegar skoðaður er sjúkl. með hem- optysis. Trarnna. Margs konar áverkar á brjóstkassanum geta valdið hem- optysis. Má þar til nefna þung högg og þrýsting, einkum ef fylgir fractura costae. Hætta er þá á, að bein- endarnir stingist inn í lungun og setji sundur æðar. Afleiðingin verður hemoptysis, mikil eða lítil eftir atvikum, getur orðið banvæn. Stungu- og skotsár hvers konar í brjóstið valda hemoptysis og hlýzt oft af banvæn blæðing. Aðrir sjúkdómar en lungnasjúk- dómar: Hjartasjúkciómar: Mitral sten- osis er ein af algengari '• orsökum fyrir hemoptysis. Þá verður mikill stasi í lungunum, capillerurnar þenjast mjög út, og blæðir úr þeith. Aðrir skýra þetta þannig, að samband sé á milli v. pulmonalis og venanna í bronchi. Við mitral stehosis verði bronchialvenurnar útþandar og settar hnútum (vari- ces) og frá þeim stafi blæðingin við mitral stenosis. Blóðið, sem upp kemur í hrák- anum, er oftast fremur dökkt, vegna stasis. Hemoptysis getur verið fyrsta symptomið við þenn- an sjúkd. Meiri háttar hemoptysis er sjaldgæf. Þá sést hemoptysis við með- fædda hjartasjúkdóma, þar sem hækkaður þrýstingur er í lungna- æðunum. (Eisenmenger syndrom, arterio-venös shunt, congenit og traumatisk). Við insufficiens á v. ventirculus og mikið ödem pulm. getur gengið upp blóðlituð froða frá lungum. lííóðsjúkdómar: Granulocyto- penia, purpura, hemophilia og leu- cæmia geta valdið heinoptysis. Sjúkdómar í larynx og trachea: Carcinoma laryngis getur valdið hemoptysis, þegár það ulcerar/ ávb og hvers konar sármyndanir í lar- ynx og trachea, • ‘A;

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.