Læknaneminn - 01.03.1956, Síða 16

Læknaneminn - 01.03.1956, Síða 16
LÆKNANEMINN /6' skipir ekki máli í því sambandi, hvar í líkamanum þeir verða. Hlýzt af þessu leucocytosis, og er talið að hún stafi af því, að frá hinu sjúka svæði berast inn í circula- tionina efni, er stimuleri blóðmynd- unarvefnin. Þessi eiginleiki blóð- myndunarvefjarins kemur líkam- anum að góðu gagni, því að þannig eykst varnarlið hans þegar hætta er á ferðum. Stundum fer þó verr eri skyldi, því að innrásarliðið get- ur valdið svo mikilli toxemi, að blóðkornamyndunin minnki að mun eða hætti. Verður þá leuco- cjdopeni. Eins og uppruni hinna ýmsu tegunda hvítra blóðkorna er mis- munandi, eins verður næmi hinna ýmsu blóðmyndunarfruma fyrir þeim efnum, er að þeim ber- ast, mismunandi mikið. Því getur einni tegund leucocyta f jölgað mun meira en annarri við sömu skilyrði. Þetta veldur því, að hvít blóðmynd verður mjög mismunandi eftir því hvað að er, og því getur rannsókn á henni verið mikilvægur þáttur í sjúkdómsgreiningu. Við skoðun hvítra blóðmynda, er algengast að sjá sjúklegar breyt- ingar á fjölda neutrofil leuco- cyta eða segmentfruma, eins og þær eru venjulega kallaðar. Segmentfrumurnar hafa mikinn fagocyterandi hæfileika, og er talið að stimulus fyrir fjölgun þeirra sé nucleinsýrur og sölt þeirra, er berast inn í blóðið við niðurbrot vef ja. Þegar óeðlilega mikið brotn- ar niður af vef, myndast jafnframt of mikið af segmentfrumum, nema processinn sé svo toxiskur, að það hindri fjölgun þeirra, eða resistens líkamans sé minnkaður áður af einhverjum ástæðum. Neutrofil leucocytosis verður að- allega við akut infektionir, er pyo- genir kokkar valda, svo og B. coli og B. pyocyanaceus. Þeir sjúkdómar, er af þessum infektionum hljótast, og oftast valda neutrofil leucocytosis, eru ýmsar tegundir akut abdominalia, svo sem appendicitis, cholecystitis, peritonitis, salpingitis, pyelitis o. fl., einnig pneumoc. pneumoni, bronchopneumoni, meningitis, oti- tis, tonsillitis, osteomyelitis, endocarditis, empyem og fu- runculosis, líka sepsis og pyemi, febris rheumatica og farsóttir eins og diphter og scarlatina. Sé infek- tionin mjög svæsin, geta sömu sýklar valdið svo mikilli toxemi, að af hljótist neutrofil leucopeni. Neutrofil leucocytosis getur orðið af öðrum orsökum en infektion. Eftir miklar blæðingar verður væg- ur neutrofil leucocytosis, og jafn- framt fækkar eosinofil frumum blóðsins. Þessi process nær há- marki sínu eftir ca. 10 klst., og ber að minnast þess að slíkur neu- trofil leucocytosis verður við blæð- ingar af extrauterin gravidititeti áður en einkenni um blóðmissi fara að sjást. Lítur það því eins út og infektion í peritonealholi. Intra- dural blæðingar valda þessari leu- cocytereaktion, einnig blæðingar í liðhol. Trauma veldur neutrofil leucocytosis. Malignir tumorar, svo sem carcinoma og sarcoma, valda henni stundum, sérstaklega ef þeir eru í tractus intestinalis og lifur, eins, ef metastasar eru í merg. Þó getur leucopeni orðið af slík- um metastösum. Ýmsar tegundir leucemi koma fram sem neutrofil leucocytosis eða neutrofil leucopeni. Leucocytosis getur orðið við in- toxikationir bæði við beinkröm, akut gulu, cirrhosis, hepatitis, uremi og coma diabetes, einnig af utanaðkomandi eiturefnum, svo

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.