Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 18
18 LÆKNANEMINN Efnaskipti járns* I. Inntaka og útskilnaður. A. lnntaka. Yfirleitt er inn- taka járns hjá einstaklingum í physiologisku jafnvægi mjög lítil, þar sem járntap líkamans (sjá að neðan) er mjög lítið við venjuleg skilyrði. Eðlileg inntaka járns fer fram í gegnum meltingarveginn. I sér- stökum tilfellum er járn gefið par- enteralt og þá í æð. Absorptionin fer aðallega fram í maga, duodenum og jejunum; lítils háttar í ileum og hverfandi í colon. Járnið fer inn í slímhúð- arfrumurnar og þaðan áfram blóð- leiðina (v. portae) til lifrar og líkama. Með lymphu fer hverfandi lítið magn. Ýmsir factorar í melt- ingarveginum hafa áhrif á absorp- tionina: auk þess sem það hefur þýðingu, hve greitt innihald melt- ingarvegsins fer í gegn, þá örfa absorptionina t. d. chlorofyl, vita- min C, calcium og gallliterefni; hins vegar draga alkalisk efni, * Greinin er samin í sept. 1955, þ. e. löngu áður en Læknablaðið, 8.—9. tbl. 39. árg\, kom út. phytinsýra og phosföt úr henni, sömuleiðis mjög mikið slím. Járn er ýmist tvígilt eða, þrígilt. Tvígilda eða ferro formið er frem- ur óstöðugt, og oxiderast auðveld- lega í þrígilda eða ferri formið. Slímhúð meltingarvegsins getur aðeins hagnýtt tvígilt járn. Sé gef- ið þrígilt járn, er það aðeins hag- nýtt eftir reduction i tvígilda formið. (Sýnt fram á af Starken- stein 1926, Moore 1944, Hahn 1945 o. fl.). Járnresorptionin og stjórn henn- ar fer í stuttu máli fram á eftir- farandi hátt: Fe++ fer úr lumen meltingarvegsins í slímhúðarfrum- urnar; þar er það oxiderað í Fe+++ og sameinast apoferritini og myndar ferritin. Ferritin er pro- tein, sem inniheldur 25% járn og hefur molþ. 460.000. Þegar allt það apoferritin, sem til staðar er, hef- ur mettazt af járni, hættir resorp- tionin. Verður þá mucosal block Ferritinið er í jafnvægi við plasma- járnið (sjá að neðan). Minnki hið síðara af einhverjum ástæðum, losnar (þrígilt) járn úr ferritin- inu, fer í blóðið og binzt globulini. Hefur þá aftur myndazt frítt apo- og ófullkomin tæki til kliniskra rannsókna í framtíðinni. Því verð- ur okkur dýrmæt hver sú rann- sóknaraðferð, sem við getum beitt án mikilla tilfæringa. Differential- talningu getum við gert, hvar sem við höfum aðgang að sæmilegri smásjá. Notum því vel þau tæki- færi, sem okkur bjóðast til að læra hana á spítölunum, Þegar við höf- um lært hana vel, ætti okkur að ganga örlítið betur að átta okkur í þeim myrkviði, sem nefnd- ur er klinisk diagnostik . Aðalhjeimild : Disorders of the Blood. Sir Lionel Withby and C. J. C. Britton,

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.