Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 9
LÆKNANEMINN !) ekki froðukennt, ekki blandað lofti, oft eins og korgur eða leðja. Súrt að svörun. Við hemoptysis er sjúkl. oft bú- inn að hafa hósta eða önnur ein- kenni frá öndunarfærum, áðUr en hann fær blóðuppgang. Undanfari hematemesis er hins vegar ógleði og uppköst og önnur einkenni frá meltingarvegum. Horfur fara eftir því, hve blæð- ingin er mikil og hvaða sjúkdóm- ur er undirrót hennar. Hemoptysis er í mjög fáum tilfellum lífshættu- leg, eins og áður hefur verið á drepið. Þegar um stóra blæðingu er að ræða, getur hún kæft sjúkl. Einnig vofir sú hætta yfir, ef infektion er orsökin, að hún breiðist út með blóðinu og getur það haft arlvar- legar afleiðingar. Þá er alltaf hætta á aspirations- pneumoni. Einnig getur verið hætta á, að lunga eða lungnalobus falli saman (collaps), ef lungna- pípa stíflast af blóðlifrum. í lang- flestum tilfellum tekur fyrir hem- optysis spontant, og hefur hún sem slík ekki alvarlegar afleiðingar. Við mikla congestion í lungun- um, getur minniháttar hemoptysis orðið til góðs, hún léttir á sjúkl. og honum líður betur á eftir. Meðferð er fyrst og fremst fólg- in í því, að uppræta orsökina. Mjög stórar blæðingar verða sjúkl. oft að aldurtila, áður en nokkurri með- ferð verður við komið. Minni blæð- ingar stöðvast spontant eftir rúm- legu. Sjúkl. með alvarlega hemoptysis verður þegar að leggja í rúmið og láta hann vera í algerri hvíld. Ef sjúkl. er órólegur eða kvíðinn, getur verið nauðsynlegt að gefa morphin (10 mg), svo að hann róist og hvílist betur. Þá er að koma í veg fyrir in- fection. Gæta þess, ef blæðing er í öðru lunga, að láta sjúkl. liggja á þeirri hlið, sem blæðingin er frá, til að blóð komist ekki í heilbrigða lungað. Gefa antibiotica vegna in- fectionshættunnar, sem alltaf vof- ir yfir. Þá getur verið gott, ef hósti er mikill, að draga úr honum t. d. með codeinsaft. Taka sjúkl. vara fyrir að hósta mikið að óþörfu. Gæta verður þess þó, að sjúkl. hósti hæfilega til þess að hreinsa lungun. Ef svo mikið blæðir, að sjúkl. kemst í lost, þá verður að halda' á honum hita og gefa vökva í æð, t. d. glucosu og saltvatn. Þá get- ur verið nauðsynlegt að gefa trans- fusion. Ef um endurtekna alvarlega blæðingu er að ræða, koma hand- læknisaðgerðir til greina, svo sem: pneumothorax, losa um pleural- samgróninga og thoracoplastik. Orð í tíma töluð. Maður nokkur fór til læknis og kvartaði um verk í öklanum. Eftir nákvæma skoðun sagði læknir- inn: „Hve lengi hafið þér verið þann- ig á yður kominn?“ ,,Hálfan mánuð.“ „Hvað er þetta, þér eruð ökla- brotinn. Ég skil ekki, hvernig þér hafið getað dregizt áfram.“ ,,Satt að segja, læknir, segi ég konunni, að eitthvað sé að mér, þá svarar hún: „Þér væri fjand- ans nær að reykja svolítið minna“. Vitið þið: Að það tekur um 7 tíma að a reykja fjóra pakka á dag, en það mun vera nálægt Islandsmetinu!

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.