Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN 11 örðugt og mjög vandasamt, en eigi að síður misjafnt, eftir því kerfi, sem notað er. í læknadeild eru nærri eingöngu munnleg próf, en það virðist vera með vandasömustu prófformum, sem til eru. Hvílir vandinn fyrst og fremst á prófessornum. Hr.ns er að leggja með þessu prófi hlut- lægt (objectivt) mat á stúdentinn. Vafalaust reiknar hann einkunn- irnar út eftir röngum svörum, á kerfisbundinn hátt, en segir ekki „mér finnst hann eigi að fá 92, ll1, 13“ o. s. frv. En þrátt fyrir það, að þannig væri farið að þessum hlutum, er enn mikið hlaup í hinu breytilega „mómenti", prófessorunum. I jafn geysivíðfeðmu fagi sem læknis- fræði, er enginn maður jafnvígur í öllu kennsluefni sínu, þrátt fyrir yfirburðahæfileika í fræðigreininni. Það verður þess vegna óhjákvæmi- lega mismunandi gott að koma upp í hinum ýmsu verkefnum. Pró- fessorinn, sem er t. d. séfræðing- ur í meltingarsjúkdómum, er ná- kvæmari í þeim verkefnum og ger- ir ósjálfrátt meiri kröfur. Mætti lengi nefna sambærileg dæmi úr okkar deild. Óhjákvæmilega hljóta því munn- leg verkefni nemendanna að verða allmismunandi. Ranglæti tilviljun- arinnar nær því stundum þeirri reisn, sem vel mundi sama gyðju réttlætisins í þessum prófum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ótal dæmi eru um kaldhæðna óheppni og furðulega heppni. En hversu vel slíkt fer æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar, er hún út- skrifar embættismenn, læt ég ó- sagt. Það virðist, hversu vel sem hugs- að er um, að fáir eða engir mögu- leikar séu á að framkvæma próf með þessari aðferð, svo að vel sé, hversu vel og nákvæmt sem próf- að er. Það er öllum ljóst, að menn, sem hlaðnir eru miklum og tímafrek- um störfum, eiga óhægt með að framkvæma nákvæmlega skrif- leg próf, er líka hafa sína ann- marka. En það mætti um margt bæta munnlegu prófin, t. d. á þann hátt, að þau spursmál, sem tekin eru til prófs, séu sett fram í vissu spurningaformi, sem prófessorinn fer ætíð eftir og prófdómendur hafi til hliðsjónar og geti þannig orðið nákvæmir þátttakendur í prófinu og gangi þess. Með hlið- sjón af slíkri kerfisbundinni spurn- ingarunu, hlyti að nást mun ná- kvæmara mat á nemandanum. Ég man enn, hve hrifinn ég varð af því að sjá tvo alvarlega og spek- ingslega menn sitja sinn til hvorr- ar handar prófessorunum, en sú virðing tók að dvína hratt, er mér varð ljóst, að oft á tíðum eru próf- dómarar séfræðingar á allt öðru sviði en því, sem dæmt er í hverju sinni, og því sízt dómbærari en almennir læknar yfirleitt. Embættispróf í læknisfræði er mun mikilvægara próf en t. d. landspróf, en tvímælalaust er mun meir til hins síðara vandað og meira við það haft. Það er t. d. ekki óvanalegt, að prófdómendur í læknisfræði votti nemanda og prófessor virðingu sína með því að lesa í blaði á meðan á munn- legu prófi stendur. Slíkt er vissulega mjög vítavert, og er það skýlaus krafa stúdents- ins, að prófdómendur fylgist með prófinu af heilum huga og á kerf- isbundinn hátt. Ekki má svo ljúka þessum lín- um, að ekki sé minnst á atriði, sem furðu vekur á háskólapróf- um. Það er sá kvittur, sem upp gýs

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.