Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 22
LÆKNANEMINN H Litefnagreining og læknisfræði I hinni lífrænu efnafræði Bil. mans er aðeins drepið lauslega á að greina megi sundur flóknar blöndur lífrænna efna með því að láta þau síga í upplausn gegnum glerrör, fyllt með ,,adsorberandi“ efni t. d. carbo medicinalis. I mið- hlutakúrsus er okkur kennt að mæla bilirubin í þvagi með því að hella konc. saltpéturssýru á síu- pappír vættan í þvag-alkohol-joð- blöndu, og koma þá fram marglit- ir hringir á pappírnum, ef serum- bilirubin er um og yfir 2,5 mg%. Rannsóknaraðferðir þessar heita einu nafni chromatografía, sú fyrri súlu- en sú síðari pappírchro- matografía. Eins og kunnugt er, hafa orðið stórstígar framfarir á flestum sviðum líf- og læknisfræði á síð- ustu áratugum. Hafa þar átt hlut að færustu menn í ýmsum vísinda- greinum. Einn hlekkur í þeirri keðju er áðurnefnd grein efna- fræðinnar. Vinnuaðferðir eru margar í þessari grein, má þar nefna, súlu-, raf- og iónskiptachromatografíu. I þessu stutta yfirliti skal aðeins vikið að undirstöðuatriðum papp- írchromatografíu, sem er auð- veldust, mest rannsökuð og að lík- indum notadrýgst fyrir almenna lækna í framtíðinni. n. Allir hafa séð þerripappír sjúga í sig blekklessu. Við gerum sams- konar tilraunir með blóðdropa og komumst að raun um, að þar verð- ur svipað uppi á teningnum, en við nánari athugun kemur í ljós, að þar sem blekklessan hefur venju- lega skörp mörk, (a.m.k. ef blekið er gott) orsakar blóðdropinn rauð- an blett og þar fyrir utan kemur ,,litlaus“ hringur þ. e. pappírinn blotnar af serum eingöngu. Þ.e.a.s. við höfum ,,skilið“ blóðið. Þetta er í mjög grófum dráttum undir- stöðuatriði chromatografíunnar. Lögmál hennar hafa verið sett fram á stærðfræðilegan hátt nú á síðustu árum, og hafa 2 eða 3 menn fengið Nóbelsverðlaun fyr- ir. Við þá vinnu hefur að mestu leyti verið stuðzt við rannsóknir með glerrörum, fylltum af A12Ó3 eða kartöfluméli. Litarefnið er í vatnsupplausn (upplausnarvökvi), og er látið efst í rörið, síðan er ,,flutningsvökvinn“ (butanol, ben- zen, chloroform o.s.frv.) látinn drjúpa niður í rörið. Með því að miða flutning litarefnisins við blotnun súlunnar niður á við, hafa fengizt svonefnd Rf (ratio front zone) gildi litarefnisins. Dæmi: ef litarefnið flyzt 5 cm og „flutnings- vökvinn“ hefur á sama tíma borizt 10 cm niður í rörið, þá er Rt = 0,5. Ef A er þverflötur rörsins að innan S ,,þverflötur“ upplausnarvökva L „þverflötur“ flutningsvökva og « = upplausnarhlutfall litar- efnisins (grömm í cc. af upplausn- arvökva grömm í cc. flutnings- vökva), en um það gildir annars lögmál ROULTs

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.