Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN 15 um kjarnann. I því sjást engar granulur, sé litað með fyrrgreindri litunaraðferð, en sé litað með Ro- manowsky litun, sjást í því örfá- ar, stórar granulur. Stóru lymfocytarnir eru 4—8% hvítra blóðkorna. Þeir eru ungt form litlu lymfocytanna. Þeir hafa allmikið cytoplasma, er litast dá- lítið fjólublátt. Kjarninn litast blátt, dauft og er hnöttóttur eða lítið eitt tenntur. Monocytar eru stærstu frumurn- ar, sem finnast normalt í blóði. Þeir hafa stóran, ovalan kjarna, er situr excentriskt í cellunni og litast fjólublár, og mikið cytoplasma er litast gráblátt. Monocytar eru 5 —10% leucocyta, normalt. Allar þessar frumur myndast í reticuloendothelialkerfi líkam- ans, en það er differentierað frá mesodermi fóstursins og myndar lauslegt reticulum, nátengt endo- thelialglufum í merg, milta, lifur, eitlum og víðar. Sameiginlegt eink- kenni á reticuloendothelialfrumum er, að þær geta losnað úr tengsl- um við aðrar frumur, hafa eigin hreyfingu líkt og amöbur, og geta fagocyterað, þ. e. tekið í sig ýmsa aðskotahluti og melt þá. Þessa eiginleika foreldranna hafa hvít blóðkorn tekið að erfðum, og gera þeir þau hæf að gegna því starfi, sem þau hafa, en það er, að verja líkamann utanaðkomandi árásum. Eftir að fósturstigi lýkur, verða granolytar til í rauðum merg. 1 mergnum finnast hæmocytoblast- ar, ódifferentieraðir forfeður rauðra blóðkorna og granulocyta. Það eru stórar frumur, og er kjarn- inn mestur hluti frumunnar, en cytoplasmað aðeins lítil rönd utan um hann. Frá þeim differentier- ast myeloblastar, forstig allra granulocyta. Þeir hafa stóran, circulæran eða ovalan kjarna, er situr excentriskt og ógranulerað cytoplasma, sem er meira en í hæmocytoblöstum. Fruman litast nokkuð blá. Myelocytar differentierast frá myeloblöstum. Kjarni þeirra er circuler, oval eða nýrnalaga, og í cytoplasma má greina neutrofil, eosinofil eða basofil granulur. Skiptast þeir eftir því í neutrofila og basofila myelocyta, en frá hverri tegund þeirra differentier- ast tilsvarandi tegundir granuloc- yta, er normalt finnast í blóði. Lymfocytar myndast aðallega í kímcentrum eitla og að litlu leyti í þeim lymfoid vef, er finnst í merg. Forstig þeirra eru lymfo- blastar, stórar frumur með ovölum eða circuler kjama, er hefur lítið kromatin. Frá þessu foreldri dif- ferentierast stóru lymfocytarnir og frá þeim loks hinir litlu. Ekki er fullkunnugt um uppruna monocyta. Sumir telja þá differen- tieraða frá myeloblöstum, aðrir segja, að lymfocytar geti breyzt í monocyta og enn aðrir halda þá komna af histiocytum eða clas- matocytum þeim, er finnast í reti- culoendothelialsytemi og stundum sjást í blóði. Báðum þessum frumu- tegundum fjölgar við svipaðar sjúklegar breytingar, og eru þær líkar að gerð og starfi. Öll forstig hvítra blóðkorna geta borizt inn í circulationina við sjúkleg skilyrði. Því er nauðsyn- legt fyrir hvern þann, er gerir dif- ferentialtalningu að þekkja þessar cellur, rétt eins og fullþroska blóð- korn. Aktivitet blóðmyndunarvefiar- ins er mjög komið undir heiibrigð- isástandi líkamans í heild. Mynd- un hvítra blóðkorna eykst oft mjög mikið við sjúklegar breytingar, og

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.