Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 26
26 LÆKNANEMINN FRÉTTIR ÚR DEILDINNI Nýr prófessor. Dr. med. Sigurður Samúelsson, er verið hefur deildarlæknir við lyfja- deild Landspítalans, var skipaður pró- fessor i lyflæknisfræði og yfirlæknir lyfjadeildar Landspítalans þann 1. des. 1955. Hann tók við kennslu í lyflæknis- fræði vegna veikinda próf. Jóhanns heit- ins Sæmundssonar haustið ’54 og hefur kennt síðan, að undanskildum hluta úr síðasta misseri. Þá kenndu, vegna for- falla hans, dr. med. Sigurður Sigurðs- son, Björn Gunnlaugsson læknir og Theódór Skúlason deildarlæknir. Sigurður lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1932, með 1. eink., og kandidatsprófi í læknisfræði við Háskóla Islands 1938, með 1. eink. Árið 1950 varði hann doktorsritgerð: Chronic Cor Pulmonale við Hafnarhá- skóla. Hann var skipaður deildar- læknir við Lyfjadeild Landspítalans árið 1950. Prófessorsembætti í lífeðlis- og líf- efnafræði hefur ekki verið veitt enn. Fundahöld. Þann 22. nóv. var haldinn fundur í Félagi læknanema í matsal Gamla- Garðs. Fundarefni var að þessu sinni: Symposium um Thyreotoxicos. Sú ný- breytni var höfð, að læknanemar fluttu þetta sjálfir, og þótti takast vel. Flutningsmenn voru þessir: Örn Arn- ar, Reynir Valdimarsson, Gauti Arn- þórsson, Leifur Björnsson, Guðsteinn Þengilsson, Brynleifur Steingrímsson og Jóhannes Ólafsson. Að síðustu tók Ólaf- ur Bjarnason læknir til máls, en hann hafði verið boðinn á fundinn til þess að fylgjast með flutningi og leiðbeina. Fundur var haldinn í félaginu þann 7. des. s.l. Gestur félagsins var Alma Thorarensen læknir. Flutti hún erindi er hún nefndi: Framhaldsnám í læknis- fræði í Bandarikjunum. Fundur var haldinn þriðjudaginn 14. febr. síðastl. Gestur félagsins að þessu sinni var Ólafur Bjarnason læknir. Flutti hann erindi um hepatitis infecti- osa. Einnig voru samþykktar tvær tillög- ur á þessum fundi. Sú fyrri var um kynnisferð lækna- nema til lækninga- og tilraunastöðva (í læknisfr.) í nágrenni bæjarins. Síðari tillagan var frá stjórninni, þess efnis, að lýsa fyllsta stuðningi við kandidata í væntanlegum samning- um þeirra um bætt kjör. Árshátið félagsins var haldin 17. febr. s.l. að Röðli. Var það hin bezta skemmt- un og sæmilega sótt. Þessir stúdentar luku prófum í janúar: Kandidatspröf. Brynleifur Steingrímsson, 1. eink. 172% stig (12,33). Eiríkur Bjarnason, 1. eink. 147% stig 10,52). XI. hluti. Björn Önundarson Einar Lövdahl Geir Þorsteinsson Guðmundur Þórðarson Hrafn Tulinius Kristján Jónasson Jón Guðgeirsson Nikulás Sigfússon Sigursteinn Guðmundsson Stefán Bogason. I. hluti. Einar Baldvinsson Guðmundur Georgsson Halla Þorbjörnsdóttir Isleifur Halldórsson Jón Jóhannesson Jónas Oddsson Kjartan Kjartansson Konráð Magnússon Páll Þ. Ásgeirsson Þór Halldórsson Örn Arnar. Kúrsusar. Mönnum er bent á, að nokkur tak- mörkun hefur verið gerð á þeim fjölda stúdenta, sem leyft er að vera í einu í kúrsus á Landsspítalanum. Á lyflæknisdeildinni mega vera 3 úr miðhluta og 2 úr seinasta hluta í senn, eða öfugt. Á handlæknisdeildinni mega vera 4 úr miðhluta í senn, en engin takmörk- un á fjölda stúdenta úr síðasta hluta. Mönnum er ráðlagt og prófessorarnir æskja þess, að menn hugsi ráð sitt snemma og panti kúrsús með ríflegum fyrirvara, svo að ekki standi á kúrsus- um hjá þeim sem ætla í próf svo og hins, að spítalinn hafi sæmilegt yfirlit

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.