Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN sem blýi, kvikasilfri, kolmonoxydi og ýmsum lyfjum. Við circulationstruflanir verður oft leucocytosis; fyrst f jölgar blóð- kornategundunum hlutfallslega jafnt, en að lokum fer svo, að neu- trofil leucocytosis verður. Alltaf, þegar mikil nýmyndun verður á neutrofil leucocytum, fjölgar stafkjarnafrumum í blóði og segmentation er ekki eins áber- andi og í normal blóðmynd. Þetta er nefnt vinstri hneigð. Hægri hneigð nefnist það, þeg- ar frumurnar eru áberandi seg- menteraðar og lítið af stafkjarna- frumum. Hægri hneigð sést oft við anemíu og sjúkdóma af víta- mínskorti. Neutrofil leucopenia verður við hungur og vannæringu, ýmsar in- fektionir, t. d. inflúenzu, bólusótt, tyfus, paratyfus og malaríu einnig við hverja infektion,er veldur mjög mikilli toxemi, ýmsar intoxikation- ir af eiturefnum, t. d. arseneitrun og antimoneitrun, svo og blý- og kvikasilfureitrun, ef mjög mikið berst inn í líkamann af þessum efnum. Ýmsir blóð- og mergsjúkdómar koma fram sem neutrofil leuco- peni. Eosinofilia verður í blóði við allergi, bæði asthma og húðreak- tionir, einnig við ýmsa parasita- sjúkdóma, svo sem sullaveiki. Excema og fleiri húðsjúkdómar valda einnig eosinofilia. Við allar infektionir fækkar eosinofil frumum blóðsins mjög í fyrstu, en fjölgar er sjúklingnum fer að batna, og þegar hann hefur næstrmi alveg náð sér, verða eosinofil leucocytar 10% af hvítu blóðkornunum. Haldið er, að eosinofilia verði sem reaktion gegn framandi pro- 11 teinum í circulationinni, og þessar breytingar, sem verði við akut in- fektion, stafi af því að aktivitet mergjarins til að reagera við pro- teinum minnki meðan toxemian stendur sem hæst. Basofilar frumur geta horfið úr blóði við akut infektion. Þeim f jölg- ar við chroniska myeloid leucemi polycythemia vera, og cirrhosis he- patis. Þegar hvít blóðmynd sýnir lym- focytosis, er myndun lymfocyta annaðhvort óeðlilega ör eða staf- kjarnafrumur óeðlilega fáar. Absolut lymfocytosis finnst nor- malt hjá ungbörnum og reagera þau oft við infektion með lymfo- cytosis þar sem neutrofil leuco- cytosis verður hjá fullorðnum. Sér. stakar infektionir valda alltaf lym- focytosis, og eru það oftast bacillu- infektionir, gagnsætt coccainfekt- ionum sem áður voru nefndar. Absolut eða relativ lymfocytosis verður við batnandi berkla, inflú- enzu, tyfus, paratyfus og syfilis. Lymfatisk leucemi, veldur afar mikilli lymfocytosis. Hið sama get- ur gerzt við maligna tumora, t. d. lymfosarcoma og leucocarcinoma. Monocytosis verður við ýmsa sjúkdóma, t. d. tuberculosis, endo- carditis lenta og monocyta leu- cemi. Ungar blóðmyndunarfrumur berast inn í blóðið við allar leu- cemiur og malign vöxt í blóðmynd- unarvef. Þær geta og sézt í pre- parötum, ef um mikla nýmyndun er að ræða hjá tilsvarandi tegund leucocyta. Það verður sennilega hlutskipti flestra okkar, að baslast við fé

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.