Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 8
8 LÆKNANEMINN Aneurysma aortae getur sprung- ið inn í lungun og valdið hemop- tysis. Greining. Þegar læknir fær í hendur sjúkl. með blóð í hráka, athugar hann fyrst, hvernig það er útlits og hve mikið blóð gangi upp. Því næst er að leita orsak- arinnar. Hér ríður á miklu, eins og raunar alltaf við sjúkdóms- greiningu, að taka nákvæma og greinargóða sjúkrasögu. Það skipt. ir miklu máli, að vita um heilsu- far sjúkl. áður en umrætt einkenni kom í ljós, og þá einkum með til- liti til þess, hvort sjúkl. hafi áður verið veikur í lungum, eða haft einhver einkenni frá lungum eða hjarta. Reyna verður á allan hátt að fá fram hjá sjúkl. sem nákvæmast yfirlit yfir heilsufar hans. Spyrja um sótthita, og heilsufar nánustu ættingja sjúkl., sem hann er sam- vistum við, þótt ekki væri nema vegna berklanna, sem flestir láta sér detta fyrst í hug, þegar hemop- tysis er annars vegar. Ef sjúkl. er einhverra hluta vegna ekki fær um að gefa sjálf- ur þær upplýsingar, sem nauðsyn- legar eru, ber að leita til þeirra, sem mest hafa verið samvistum við sjúkl. og gerst þekkja til hans og veikinda hans. Því næst er að gera nákvæma objectiva skoðun: gera sér grein fyrir almennu ástandi sjúkl. Telja öndun og púls, mæla tensio, hemo- globin og hita. Gera nákvæma skoðun á thorax (inspectio, palpa- tio, percussio og auscultatio) og reyna að gera sér grein fyrir úr hvoru lunganu blæðingin sé. Sjúkl. er látin liggja á veiku hliðinni, til þess að koma í veg fyrir, að blóðið komist í heilbrigða lungað. Ef grunur er um infarct, þarf að gefa gaum að venum á neðri extremitetum, hvort um bólgur geti verið að ræða. Rannsóknir aðrar en þær, sem þegar eru nefnd- ar: Rtgm. af cor og pulm. nema sjúkl. sé svo meðtekinn, eftir blæð- ingu, að hættulegt sé að hreyfa hann mikið. Tuberculinpróf er ætíð rétt að gera, almennan blóðstatus og differentialtalningu. Mæla sökk og rannsaka þvag. Þá má ekki láta undir höfuð leggjast að rannsaka hráka. Leita að berklabakteríum í honum og senda í ræktun. Þá er og rétt að taka Ekg., ef því verður við komið, til að fá upp- lýsingar um ástand hjartans. Einn- ig getur verið nauðsynlegt að gera broncho- og laryngo-skopi. Leiki einhver vafi á því, hvort blóðið sé komið frá öndunarfær- um, er sjálfsagt að taka Rtgm. af ventriculus. ef blæðingin væri það- an komin. Eins og lauslega var drepið á áður, ber að sjálfsögðu að forð- ast að baka sjúkl. meiri óþægindi eða hnjask en framast er unnt, við skoðun eða rannsóknir, ef hemop- tysan er svo alvarleg, að lífi hans sé hætta búin þess vegna. Greining milli hemoptysis og annarra blæðinga. Hægt er að vill- ast á hemoptysis og blæðingum frá munni, hálsi, tnnholdi og nefi. Ber því alltaf að athuga vel þessa staði, þegar sjúkl. með hemoptysis er skoðaður. Örðugra getur verið að greina milli blæðinga frá maga eða melt- ingarfærum (hematemesis) ann- ars vegar og hemoptysis hins veg- ar. Það, sem greinir á milli, er einkum þetta: við hemoptysis er blóðið ljósrautt, froðukennt, meira eða minna blandað lofti og alkal- iskt að svörun. Við hematemesis er blóðið miklu dekkra, brúnt eða næstum svart, vegna þess hve það er blandað magainnihaldi. Það er

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.