Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 14
u
LÆKNANEMINN
í hlutf. 10:3. Eru 10 g af natrí-
umfosfatinu og 3 g af kalíumfos-
fatinu leyst upp í V2 1 af aqua dest.
Greinileg litun fæst með því að
fixera preparatið í 5 mín. í metyl
alkoholi, þynna May Grqnwald lit-
aruppl. til helminga með fosfat-
blöndunni, og lita með því pre-
paratið í 3 mín., blanda saman 9
hl. vatns og 1 hl. af fosfatblöndu,
láta dropa af Giemsa lit út í hvern
ml. blöndunnar og litla preparat-
ið í þessu næstu 20 mín. Síðan er
skolað af preparatinu í ca. 5 mín.
með 9 hl vatn: 1 hl af fosfat-
blöndu. Þessu næst er preparatið
þerrað með þerripappír og er þá
fullbúið til talningar.
Við talninguna má nota hverja
meðalsterka smásjá með immer-
siónslinsu. Á preparatið er látinn
dropi af olíu, sem hefur svipað
ljósbrot og gler og linsan skrúfuð
niður í dropann.
Farið er þvert yfir preparatið,
þegar talið er, til að reyna að jafna
skekkjuna, sem verða kann af
misdreifingu frumanna eftir því,
hvort um er að ræða miðju eða
kanta preparatsins. Bezt er að telja
400 cellur, telja á tveimur stöðum
í preparatinu, 200 í hvorum, og
taka meðaltal. Aldrei ætti að telja
færri en 200 cellur og 400 ef eitt-
hvað er athugavert við blóðmynd-
ina.
Maximal skekkja við slíka taln-
ingu getur orðið + eða h- 5%,
ef mjög illa tekst til með þann
hluta preparatsins, sem talið er í.
Til að átta sig fullkomlega á
því, sem fyrir augu ber við skoð-
un preparats og geta dregið af
því réttar ályktanir, þarf sá er
gerir differentialtalningu að kunna
skil á öllum tegundum hvítra blóð-
korna, uppruna þeirra, þroska og
starfi. Hvít blóðkorn skiptast í 3
aðalflokka: Granulocyta, lymfo-
cyta og monocyta. Granulocytar
skiptast svo aftur í 3 undirflokka:
neutrofila eða segmentfrumur,
eosinofila og basofila leucocyta.
Draga þeir nöfn sín af litun granul-
anna, sem finnast í cytoplasma
þeirra.
Neutrofilir leuckocytar eða seg-
ment frumur, eru normalt um 50%
hvítra blóðkorna. Það eru stórar
frumur með miklu cytoplasma, sem
í sjást fínar granulur örlítið rauð-
leitar. Kjarninn skiptist venjulega
í 1—4 segment, því fleiri sem frum-
an verður eldri, en aldur þessara
fruma er talin 3—5 dagar. Yngstu
form neutrofila eru svonefndar
stafkjamafrumur. Kjarni þeirra er
staflaga og hefur ekki náð að seg-
menterast. Þær eru 1—3% hvítra
blóðkorna, normalt.
Eosinofilir leuckocytar eru einn-
ig stórar frumur með miklu cyto-
plasma, sem er alþakið stórum,
sterkrauðum granulum. Kjarninn
er bilobuler. Þessar cellur eru 1—
4% af blóðkornum heilbrigðs
manns.
Basofilir leucocytar eða mast-
cellur eru stórar frumur með nýra.
laga kjarna, alsettar dökklituðum
granulum, mismunandi stórum. Ná
þær stundum yfir á kjamann. Þær
eru ekki eins þéttar í cytoplasma
og granulur eosinofila, og er efni
þeirra heparin. Frumur þesesar eru
1/2—-1% hvítra blóðkorna, normalt.
Annar aðalflokkur hvítra blóð-
korna eru lymfocytarnir. Eru þeir
30—40% af blóðkornum heilbrigðs
manns. Af þeim sjást tvær tegund-
ir í preparötum, stórir og litlir
lymfocytar.
Litlu lymfocytarnir hafa stóran
kjarna, er litast sterkblár og
er mestur hluti frumunnar. Cyto-
plasma er eins og ljós rönd kring-