Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN 19 ferritin og getur það síðan á ný gengið í samband við járn. B. Útskilnaður. Um 1% rauðu blóðkornanna eyðileggjast daglega og losna á þann hátt um 25 mg af járni við klofningu hemoglob- insins, sem fer fram í reticulo- endothelialfrumunum. Protopor- phyrinkjaminn er, sem kunnugt, skilinn út af lifrarfrumunum út í gallið, eftir umbreytingu í bili- rubin. Járnið hagnýtir líkaminn aftur á móti næstum að fullu aft- ur. Skal nú gerð grein fyrir helztu leiðum, sem valda líkamanum járn- tapi. 1. Með þvaginu. Járnútskilnað- urinn er hverfandi, eða minni en 0,5 mg á sólarhring hjá heilbrigð- um manni. 1 eftirtöldum fjórum tilfellum getur hann þó orðið meiri: 1) Hækkun á serumjárni. 2) Hemoglobinuri. 3) Hemosiderinuri. 4) Sérstakar teg. af nephritis. 2. Með gallinu skilst venjulega mjög lítið út, eða um 3% af því járnmagni, sem losnar við þá eyði- leggingu rauðu blóðkornanna, sem alltaf á sér stað. Hins vegar reab- sorberast þetta járn allt aftur úr þörmunum og það á undan öðru (exogenu) járni þar. í hvaða kemisku ástandi gall- járnið er, er umdeilt: sennilega á einhverju millistigi milli hem- járns og ólífræns járns. Eitt aðal- einkenni þessa járns (fer biliaire pseudohématinique) er, að auðvelt er að kljúfa það frá molekulinu. 3. Gegnum húðina. Ýmsir (þ. á m. Mitchell & Hamilton) hafa vilj- að fullyrða, að járntapið með svit- anum sé ekki óverulegt. En sam- kvæmt nýjustu rannsóknum (m. a. Finch & Haskins) er ekki um neitt teljandi járntap að ræða gegnum húðina. 4. Útskilnaður í þörmum. Ef sá útskilnaður á sér stað, þá er hann mjög óverulegur og er senni- lega eingöngu um það járn að ræða, sem tapast í dauðum slím- húðarfrumum. 5. Menstruationsblæðing, gra- viditet og lactation. Hjá konum er járntapið allmiklu meira en hjá körlum, því að við hverja men- struation (um 50 ml af blóði) tap- ast um 25 mg af járni. Við gra- viditet fær fóstrið um 350 mg af járni og við lactationina tapast um 1 mg á dag. Þar sem tíðablæð- ingar liggja niðri á meðan konan er mjólkandi, er járnmissirinn með mjólkinni (um 30 mg á mánuði) konunni engin aukin kvöð, að því er varðar járnið. n. Plasmajárnið. I plasma finnst alltaf örlítið jámmagn, eða um 125 /ig/100 ml (50—180 /íg/100 ml), sem þýðir um 3 mg hjá fullorðnum manni. (Heilblóð inniheldur aftur á móti ca. 50 mg af járni/lOOml). Það er til staðar í plasma til flutnings á járni innan líkamans, enda ekki svo Íítið magn (25 mg/dag) sem losnar við eyðileggingu rauðu blóðkorn- anna. Járnbindandi protein. Ekki nema sáralítið brot af plasmajámi finnst í ioniseruðu ástandi, heldur er það bundið proteini. Það er globulin af fractioninni IV-7 Cohn og er kallað siderophiline (U.S.A.) eða transferrin (Skandinavia, Frakkland). Molþ. er 90.000, það getur bundið tvö atom af þrígildu járni hvert molekul og innihald plasma er 0,27%, þannig að mesta járnmagn, sem plasma getur flutt er 350 /^g/lOO ml. (Transferrínið

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.