Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 21
LÆKNANEMItfN 61 Ferritin gegnir því tvíþættu hlutverki: 1. Geymir járnforða líkamans. 2. Stjómar absorption járns frá þörmum. Ennfremur hefur það þýðingu á tvennan hátt annan: 3. 1 placenta gegnir það svip- uðu hlutverki og í þörmum: Það flytur járn úr blóði móð- urinnar inn í blóð fóstursins (járninnihald plasma fóst- ursins er yfirleitt hærra en hjá móðurinni). 4. Tekizt hefur að sýna fram á, að ferritin hefur vasode- pressiva verkun og losnar út í blóðrásina við shock. Járn, sem ekki er hagnýtt til hemoglobinmyndunar. Tiltölulega mjög lítið er vitað um það. Það finnst í hemosiderin (allt að 55% Fe), sem sennilega er ýms sam- bönd af ferrijárni annars vegar og súrefni og vetni hins vegar, bund- ið sem smáagnir við óspecifikt stroma. Ennfremur finnst járn til- heyrandi þessum flokki í myoglo- bini (samtals um 130 mg Fe) og í pseudohemoglobini (fer de Bark- an). Hið síðara finnst í rauðu blóð- kornunum og hefur myndazt annað hvort við synthesu eða niðurbrot á hemoglobini. Ýms mjög mikil- væg intracelluler enzym innihalda járn: cytochrom enzymin, cyto- chrom-oxidase, catalase og peroxi- dase. Önnur form af járni tilheyrandi þessum flokki teljast annað hvort til kuriosa eða þekking manna á þeim er mjög svo of skornum skammti. Addendum. Fáein orð um erythropoiesis. Eins og kunnugt er, er tvígilt járnið í hemoglobinmolekulinu bundið við protoporphyringrúppu. Hún er samsett úr fjórum pyrrol- kjörnum tengdum á sérstakan hátt og substitueruð með allmörgum alifatiskum radikölum (fjórar metyl, tvær vinyl, tvær propionyl- grúppur). Síðan er protoporphyrin + Fe++ = hem tengt við globin. Myndun hemoglobinsins fer fram í primitivu blóðfrumum bein- mergsins. Hemoglobin er acidofilt og finnst því ekki í basofilu ery- throblöstunum, en eykst síðan smám saman (polychromasi) og sem normoblast hefur blóðfruman náð fullu hemoglobininnihaldi, og á þá aðeins eftir að missa kjarn- ann og leifar af basofilu efni. Résumé. í stuttu máli er gerð grein fyrir helztu atriðum í sambandi við inn- töku og útskilnað járns hjá mann- inum. Eingöngu tvígilt járn getur resorberazt. Resorptionin getur stöðvazt algerlega þegar allt apo- ferritin er mettað: mucosal block. Physiologiskt járntap er mjög lít- ið nema hjá konum. Járnið í plasma hefur aðeins þýðingu til flutnings innan líkam- ans. Það er tengt globulini. 1 reticuloendothelial frumum líkamans finnst ekki óverulegur járnforði, eða ca. 600—1200 mg. Heimildarrit: 1. Stuðzt er aðallega við: M. Cl. Pao- letti: Le métabolisme du fer. Journ. méd. Bordeaux 132:498 (Mai) 1955. Greininni fylgir ýtarleg heimildaskrá. 2. Best, C. H. og Taylor, N. B.: The Physiological Basis of Medical Practice. Baítimore, Williams & Wilkins Co., 1950. 3. Möller, K. O.: Farmakologi. Kaup- mannahöfn, Nyt Nordisk Forlag, 1952. 4. Wright, C.: Applied Physiology. London, Oxford University Press, 1952. Leifur Björnsson.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.