Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 8
8 LÆKNANEMINN eru takmörk sett. Sekundær geisl- unin er því meiri sem primæru geislarnir eru harðari, því hærri sem eðlisþyngd geislaða vefsins er og því stærra sem húðsvæðið er og getur numið allt að 40% af primæra geislamagninu. Það hefur einnig þýðingu að vita hver geislaskammturinn er í mismunandi dýpt í vefjunum þ.e. vita hve hár dýptardosis er. Hann er að sjálfsögðu það geislamagn sem eftir er af primærugeislunum að viðbættu sekundær geisla magninu á staðnum. Gerðar hafa verið töflur um procentuala dýpt- arskammta við ýmsa hörku, geisla- reitar stærð og f jarlægð lampa frá húð. Slíkar mælingar hafa þá ver- ið gerðar í efni, sem líkist vefjum líkamans sem mest. Yfirleitt er miðað við 10 cm dýpt, þegar talað er um procentuala dýptardosis. Sá skammtur er háður fjarlægð geislafocus frá húð, reitarstærð og hörku geislanna. Það var ára- tugastrit röntgenlækna og fysikk- era að lrækka hann, en hlífa jafn- framt húð og grynnri vefjum, sem yfir því svæði lági, sem fá skyldi sem stærstan skammt. Það vanda- mál er leyst með hreyfigeislun og ultrageislun. Focus fjarlœgð. Geislarnir breiðast út lineært og diverger- andi. Þessvegna stendur dosis í öfugu hlutfalli við kvaðrat fjar- lægðar frá focus. Ef dosis á á- kveðið svæði er Ar í 1 m fjarlægð er hann Ar: 4 í 2ja metra fjar- lægð o. s. frv. Er þá ekki tekið tillit til absorptionar. Af þessum ástæðum fæst hærri relativur skammtur dýpra ef fjarlægð lampa er aukin en total magnið minnkar vitanlega ef sama geisla magn kom frá lampanum. Venju- leg fjarlægð lampa er nú höfð 30—50 cm, skst. FHF (fókushúð- fjarlægð). Þegar geislað húðsvæði er stækkað, þá vex sekundær geislun þótt primergeislun sé hald- ið konstant. Með vaxandi hörku geislanna vex einnig sekundær- geislunin en þó ekki verulega nema upp að vissu marki, þ. e. þar til helmingagildið er um 1.5 mm Cu. Helmingagildi 250 Kv geisla er um það bil 1.7 m Cu og þótt Kv séu hækkuð upp í 1000 þá verður ekki aukning á sekund- ærgeislunum í neinu hlutfalli við þá fyrirhöfn, sem einangrun slíkra geisla og bygging slíkra tækja hefðu í för með sér. Það er fyrst, þegar helmingagildið er komið upp í 10 mm Pb sem veruleg aukn- ing hefst á ný þ.e. með ultra-hörðu geislunum. Við venjulega djúp- geislun láta menn sér því nægja 250 Kv. spennu. Tumordosis er sá skammtur, sem geislaður tumor fær, hann þarf að vera vanalega 3—5000 r ef verulegur árangur á að nást. Geislun með tilliti til geisla-smygi. Eftir dýpt þeirra læsiona, sem geisla á velur maður svo smygi geislanna með spennunni — filtra- tioninni og focusfjarlægðinni. Ef læsionin liggur í húð velur maður mjúka geisla, sem absorberast að mestu í grynnstu vefjalögum. Liggi læsionin dýpra, þá notar maður meira penetrerandi geisla til þess að fá nóg magn á læsion- ina, en hlífa húðinni jafnframt. Þá er breytt um spennu og filtrun. Eftir þessari reglu fer svo geisl- unin. 1) Yfirborðsgeislun er notðu við læsionir á eða í húð. Ef læsi- onin er mjög grunnt er notast við 10 Kv spennu. Þeir geislar penet- rera einungis um 0.3 mm, þá má ekki smyrsl eða umbúðir vera í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.