Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 12
12 LÆKNANEMINN ar mánaðarlega og birtar jafnóð- um í því blaði, er flytur stjórnar- valdaauglýsingar. IV. mál: Kjör lœkna. Þessar tillögur sam- þykktar: 1. Héraðslæknar í sveit hafi í föst árslaun kr. 1800, eða hækk- andi úr 1500 í 2000, og héraðs- læknar í kauptúnum kr. 2400, eða hækkandi úr 2000 í 2500. Sérstak- ir spítalalæknar byrji með kr. 2000. Gjaldskrá sé endurskoðuð af stjórnskipaðri nefnd. 2. Skorað sé á alla lækna lands- ins að ræða þetta mál, helzt á fundum og senda forseta Fr. Zeuthen álit sitt fyrir lok maí- mánaðar 1896. V. mál: Sóttvarnir. Frestað. VI. mál: Heilbrigöisstjórn. Þessar tillögur samþykktar: 1. Landlæknir og amtmaður Suður-amtsins hafi yfirstjórn heil- brigðismála, en skipi í hverjum landsfjórðungi yfirlækni, er hafi með höndum eftirlit með lækn- um, lyfjabúðum, spítölum og yfir höfuð öllum heilbrigðismálum fjórðungsins. Hreppsnefnd skal vera heilbrigðisnefnd hver í sín- um hreppi, aðstoða héraðslækni og standa undir hans umsjón í öllu varðandi stjórn heilbrigðismála. VII: mál: Bólusetningar. Þessi tillaga samþykkt: I stað presta skal vera sérstak- ur bólusetjari í hverjum hreppi, útvalinn af héraðslækni og skip- aður af amtmanni. Allar tillögurnar voru sam- þykktar einróma. Forseta var fal- ið að ákveða fundarstað og tíma næsta ár, en forseti var kosinn Fr. Zeuthen. Fundarskrifari var Jón Jónsson. Því miður reyndist þó ekki unnt að halda félaginu starf- hæfu og voru ekki fleiri fundir haldnir í því. —o— Eins og sjá má af framanrit- uðu, fór fundurinn fram á mikla fjölgun héraðslækna og launa- bætur þeim til handa, því að árs- laun héraðslækna voru þá yfirleitt 1500 krónur, og föst héruð á öllu landinu aðeins 20, en til viðbótar voru nokkrir aukalæknar með 1000 króna árslaunum. Fundurinn fór fram á að fjölga læknishér- uðum á Austurlandi upp í 10, en nú eru þau 11, og héraðaskipun lík því, sem hann lagði til, nema einum lækni færra í uppsveitun- um, en tveimur fleiri niðri á f jörð- unum. Þá lagði hann til, að reist- ur yrði Landspítali, en það dróst í þrjá og hálfan áratug, og ætlun fundarins hefur sjálfsagt verið, að ekki yrði aðeins reistur spít- ali í Austfirðingafjórðungi, held- ur og í hinum landsfjórðungunum. Hækkunin á föstum launum hér- aðslækna dróst einnig í heilan aldarfjórðung. Dr. Vilmundur Jónsson hefur bent mér á, að í ísafold frá 1891 er auglýsing til lækna um fyrir- hugaðan læknafund í Reykjavík fyrir allt landið, undirskrifuð af læknaskólakennurunum Schier- beck landlækni, dr. Jónasi Jónas- sen og Hallgrími Tómássyni, en hann hefur farizt fyrir vegna ó- nægrar þátttöku. Læknar úti um land áttu ekki heimangengt, og ekki varð komið á almennum læknafundi fyrr en 1896, og næsti boðaði fundur 1898 fórst einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.