Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 13
LÆKNANEMINN ia fyrir vegna þess, hve fáir gátu mætt. Guðmundur Hannesson reyndi af sínum alkunna áhuga að stofna til læknafélags fyrir Norð- ur- og Austurland, þegar hann var héraðslæknir á Akureyri, og í því skyni gaf hann út af eigin ram- leik fjölritað Læknablað í 15 ein- tökum og hélt því út í þrjú ár. Þetta er mjög merkilegt rit, en af því munu nú aðeins vera til 4 eða 5 eintök, og er eitt þeirra komið í mína eigu sem gjöf frá Jóni Jónssyni héraðslækni á Vopna- firði og síðar á Blönduósi. Það var ekki fyrr en læknum tók að fjölga í Reykjavík, sem auðið varð að koma á varanlegum fé- lagsskap lækna með stofnun Læknafélags Reykjavíkur 18. okt. 1909, en stofnendurnir voru níu að tölu og munu forgöngumenn- irnir hafa verið þeir Guðmundur Björnsson landlæknir, Guðmundur Magnússon læknaskólakennari og Guðmundur Hannesson héraðs- læknir. Læknafélag íslands var svo stofnað 18. okt. 1918, mest fyrir forgöngu Guðmundar Hann- essonar, sem var lífið og sálin í því, meðan hans naut við. Austfirzkir læknar héldu ekki aftur fund með sér fyrr en 16. maí 1915 (Lbl. I.., 6. tbl.), er sex þeirra komu saman á Eski- firði að tilhlutan Guðmundar Björnssonar landlæknis, er var þar á eftirlitsferð. Var þar enn rætt um fjölgun læknishéraða og bætur á launakjörum lækna. Síðar hafa austfirzkir læknar verið eft- irbátar í félagsskap, enda sam- göngur erfiðari þar en víða ann- arsstaðar, og urðu þeir síðastir allra til að mynda hjá sér svæða- félag. Veltur og í öllum slíkum félagsskap mjög á áhuga ein- stakra forgöngumanna. Því er það og maklegt að minnast þeirr- ar tilraunar, sem þar var gerð fyrir hart. nær 70 árum, og þess manns, sem mun hafa haft þar forgöngu, en það var Fritz Zeut- hen. Hann var danskur að ætterni, en hafði fengið íslenzkt uppeldi, því að hann var stjúpsonur Gísla Magnúsjsonar latínuskólakennára og stúdent frá Reykjavíkurskóla, las síðan læknisfræði í nokkur ár við Hafnarháskóla, en tók embætt- ispróf hjá Jóni landlækni Hjalta- lín. Hann var skipaður fjórðungs- læknir í Austfirðingafjórðungi 1868 og náði hérað hans fyrstu árin yfir báðar Múlasýslur að viðbættri Austur-Skafafellssýslu. Hann lét af embætti 1898 og dó í Kaupmannahöfn 1901. Zeuthen var einn af merkilegustu læknum sinnar samtíðar og mjög áhuga- samur í starfi sínu, eins og skýrsl- ur hans og bréf bera með sér. Hann barðist þegar 1880 og æ síð- an fyrir því að fá spítala reistan á Eskifirði, en auðvitað árangurs- laust. Þá átti hann í höggi við heilbrigðisstjórnina eftir að lækn- ishéruðum hafði verið fjölgað lög- um samkvæmt út af því að hann varð að þjóna Austur-Skaftafells- sýslu árum saman með sínu hér- aði, án þess að fá fyrir það nokkra aukaþóknun, en hafði af því ærinn kostnað. Hann varð um tíma fyrir nokkru aðkasti fyrir það að ganga röggsamlega fram í því að upp- ræta syfilis, sem borizt hafði á land á Austfjörðum, og á efri ár- um þótti hann nokkuð þungur til ferðalaga, en fleiri hefðu orðið það en hann eftir að hafa þjónað slíku héraði í allt að 30 ár. Af- komendur mun hann nú ekki eiga annarsstaðar en í Ameríku, en minning hans ætti að lifa sem þess manns, sem stofnaði fyrsta læknafélag landsins, þótt það lifði skammt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.