Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 34
LÆKN ANEMINN
31,
UM ISOTOPA
Þorv. V. GuSmundsson, lœknir, svarar hér á eftir
nokkrum spurningum í sambandi viö þau isotopatœki,
sem verið hafa í notkun á Landspítalanum s. I. ár. Próf.
Dav. Davíðsson hefur áður lýst þessum tœltjum á fundi
í félagi okkar.
Til hvers eru þessi tœki?
Tækin, sem við höfum, eru öll
ætluð til að mæla beta og gamma
geislun. Sum eru notuð til mælinga
m vivo, en önnur til mælinga á
sýnum, s.s. blóði, þvagi, saur og
vefjabitum. Sem sagt; tækin eru
ekki til geislunar heldur mælinga.
Á hverju byggist notkun iso-
topa í lœknisfrœSi?
Frumefnin, sem finnast í náttúr-
unni, eru oftast blanda af tveim
eða fleiri isotopum. Sumir þeirra
eru geislavirkir, en flestir geisla-
isotoparnir, sem notaðir eru í
læknisfræði eru búnir til í kjarna-
ofnum. Þeir senda frá sér beta
og gamma geisla eða beta geisla
eingöngu. Líkamsfrumurnar
greina ekki milli einstakra isotopa
sama frumefnis. Af því leiðir, að
geislaisotop, sem gefinn er inn
dreifist um líkamann eða safnast
fyrir í einstök líffæri hans í réttu
nlutfalli við það magn, sem fyrir
er á hverjum stað af frumefni því,
sem hann er afbrigði af. En þar
sern isotopinn er geislavirkur er
hægt að fylgjast með ferðum hans
í likamanum og magni hans á ein-
stökum stöðum með mælingum á
gammageislum in vivo og beta eða
gamma geislun in vitro. Einnig
er hægt að gefa inn efnasambönd,
sem eru merkt með geislavirkum
atomum (þ. e. í þeim er eitt eða
fleiri geislavirk atom) og fylgjast
með þeim á sama hátt, og síðan
finna efnasambönd, sem myndast
hafa af þessum merktu mólekúl-
um.
Hvaöa rannsóknir hafa veriö
framkvœmdar meö tœkjunum og
hverjar eru helztu niöurstööur
þeirra?
Áður en byrjað var að nota
geislaisotopa til greiningu á
skjaldkirtitssjúkdómum þurfti að
finna normalgildi prófanna hjá
heilbrigðum fslendmgum. Við
byrjuðum því að mæla upptöku
skjaldkirtilsins á Im hjá heil-
brigðu fólki og ails höfum við
mælt u. þ. b. 90 heilbrigða á
ýmsum aldri. Þetta var gert að
lang mestu leyti s.l. vetur og vor.
Síðan höfum við verið að bæta við
þá aldursflokka, sem fæstir voru í.
Endanlegur niðurstöður eru
ekki fyrir hendi enn. Við höfum þó
reiknað út bráðabirgðaniðurstöðu,
sem hugsanlegt er að geti breytzt
nokkuð, en áreiðanlega ekki svo
mikið, að það skipti máli við notk-
un prófanna við greiningu sjúk-
dóma.
Normalmörkin voru fundin á
þann hátt, að fyrst var fundið
meðaltal í hverjum flokki mæl-
inga — t. d. meðalupptaka eftir