Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN 39 að lifa mannsæmandi lífskjörum. Þegar þeir réðu sig að haustinu til ákveðins prófessors fengu þeir þegar sex gíneur, síðan ákveðna greiðslu fyrir hvern skrokk, og miðaðist hún við lengd hans, og svo aukaþóknun að vori, er starfi lauk. En auk þessa höfðu the body-snatchers (ég held ég noti þetta orð, þar sem orðið líkræn- ingjar hljómar svo óþægilega a. m.k. þcgar vísindin eiga í hlut) áhættuþóknun. Lentu þeir nefni- lega í steininum vegna starfs síns varð prófessorinn, atvinnurekandi þeirra, að greiða fjölskyldunni tíu shillinga á viku, þar til hinn fangelsaði gat að nýju um frjálst höfuð strokið. Verð skrokkanna var mjög mismunandi, en þennan reikning má sjá í bókum The Royal College of Physicians á ír- landi: Verð líks: 23 shillingar. Greiðsla til varðmanna: 12 shillingar og 6 pence. Vín handa varðmönnum: 7 shillingar og 6 pence. Fyrstu body-snatcherarnir voru afar löghlýðnir borgarar. Þeir tóku aðeins hina dauðu líkama, en aldrei t.d. líkkisturnar að auki og þar sem dauður líkami gat ekki talizt til verðmæta, urðu þeir ekki sakaðir um þjófnað. Starfsaðferð- ir voru margar. Fjöldagrafirnar voru einfaldastar og jafnframt leiðigjarnastar en heppilegar með tilliti til ökónómíu og risíkó. Tals- vert meiri útsjónarsemi þurfti til þess að ná líkömunum úr kistu, áður en settar væru í jörðu, og fylla þær í stað grjóti að hæfileg- um líkamsþunga. En allt um það. Dómstólarnir komust fljótt að þeirri niðurstöðu, að burt séð frá verðmætum, væri þessi líkama- öflun refsiverður verknaður og hurfu nú brátt hinir annars vammlausu body-snatchers úr starfi í steininn einn af öðrum. En stéttin lét þó ekki lögin út- rýma sér í fyrstu lotu, en því mið- ur fylltist hún nú af miður heppi- legum persónuleikum, er gerðust brátt full athafnamiklir, beittu svikum og prettum, stunduðu brask með varning sinn og þaðan af verra. Eitt af því, sem þessir harðsvíruðu bisnissmenn stund- uðu var að stela þeim, er létust voveiflega, selja þá prófessorum og benda síðan yfirvöldunum á, hvar hina týndu væri að finna. Yfirvöldin tóku síðan hinn dauða og lýstu eftir aðstandendum og body-snatchers gáfu sig fram sem slíka hirtu hinn látna og seldu næsta prófessor. Þetta var mein- laust út af fyrir sig, en þegar body-snatchers gerðust svo ákaf- ir að láta sér ekki nægja að hirða menn dauða heldur flýta fyrir dauða þeirra, þótti mönnum að vonum einum of langt gengið. Tvær konur í stéttinni urðu til þess að bana litlum dreng og selja hann til líkskurðar. Atferli þeirra komst upp og þær hlutu sömu ör- lög eftir að hafa verið hengdar. Ég tel ekki upp meira af þessu tagi, enda er þetta ljótur kafli í sögu stéttarinnar og þýddi raun- verulega endalok hennar á Stóra- Bretlandi. Árið 1832 samþykkti brezka þingið s.n. anatómíu lög. þar sem að þingsins mati var séð fyrir nægilegu materiali til lík- skurðar jafnframt því, að allir voru jafnsekir, er uppvísir voru að höndlun með dauða utan ramma þessara laga. —o— Þannig var nú þetta á Stóra- Bretlandi og við vonum, að eng- inn hneykslist. Þess ætti og ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.