Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 18
18 LÆKNANEMINN bylta þessu þjóðfélagi og setja á haus- inn heldur þvert á móti. Læknum er einnig nauðsynlegt sem öðrum stétt- um að eiga sér svolítinn metnað og meta reisn sína meira en skinnbjörg- un þessa eða hins þegar í hart fer. Með því er í rauninni engum greiði gerður og meiru glatað en nemur stundarbót. Þegar kröfur heiðarlegra manna og raunar einnig sáttfúsra og sanngjarnra eru ekki virtar svars og uppsögn þeirra skoðuð sem hótun strákpatta, kemur til sjálfsvirðingarinnar og þeirra prin- cipa, sem hver stétt hlýtur að setja sér, svo að hún geti vænzt þess, að á sig sé hlustað og hún komi fram sin- um málum. Það er vonlaust einni stétt eins og t.d. læknum að fara að ala upp þjóðina að sínum vilja, en lækna,,deilan“ sýndi, að læknum er nauðsynlegt að þekkja sín princip um „hingað og ekki lengra" og ef þau eru hundsuð eiga þeir mál, sem skilst og skilst vel. Það er viðkvæðið hið fimmta, sem komið hefði frá sjúkrahúsunum, ef deilan hefði dregist á langinn — svo sorglegt sem það nú er. Við skulum því vona, að lækna„deilan“ hafi orðið til þess, að menn átti sig á, að slíkir hlutir, sem ekki mega gerast, gætu gerst, ef menn að nýju hundsa heiðarlegar baráttu- aðferðir og traðka á virðingu lækna- stéttarinnar. S. B. UM ATVINNUHORFUR KANDIDATA Á sl. vetri var í félagi læknanema kosin þriggja manna nefnd til að kanna atvinnuhorfur kandidata í næstu fram- tið, þar eð þær þóttu að mörgu leyíi ískyggilegar. Niðurstöður nefndarinnar voru í örstuttu máli á þessa leið: Á 4. d. Lsp., fæðingardeild og slysavarðstof- unni eru allar kandidatastöður pantað- ar fram á haust 1963. Á Bæjarspítalanum og Landakoti eru stöðurnar pantaðar fram á vor 1963. Á Akureyri er allt næsta ár fullskip- að. Verstar eru horfurnar á III. d. Lsp., þar sem kandidatastöður eru pantaðar fram á vor 1964. Ca. 20 kandidatar útskrifast 1963 og svipaður fjöldi 1964. Um fjölgun kandidata á spítölunum er ekkert ákveðið vitað, nema um næstu áramót bætist eitt kandidatspláss við á 4. d. Lsp. í náinni framtíð verður einn- ig fjölgað kandidötum á LandakoC', en óvist um tölu þeirra. Af þessu sést, að til stórvandræða horfir með turnusstöður á næstu árur.i, og getur það stórtafið fyrir möniuim, sem hafa æílað sér að ljúka turnus hér á landi. Eina lausnin virðist því sú, að kandidatar leiti sér atvinnu utan við landsteinana að prófi loknu, þar sem ekki er heldur ura að ræða mikla at- vinnumögiileika utan spítala, svo sem í héruðum eða annars staðar. Viðurkenndar eru þær turnusstöðiii' í öðrum löndum, sem heilbrigðisstjórn viðkomandi lands tekur gildar. Stjórn Félags læknanema hefur nú tekið að sér nánari athugun á þessu máli m.a. með tilliti til þess, hvort ekki væri unnt að greiða fyrir kandi- dötum með stöður erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.