Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 20
20 LÆKNANEMINN ar og fljótlegt og auðvelt að finna þær réttu. En allt samanlagt var þetta talsvert hafurtask, og dró hjúkrunarkonan þetta allt með sér á sérstökum vagni. Að loknum stofugangi var drukkið kaffi á hverri deild, en að því búnu var stuttur konferens haldinn hjá röntgenlækninum og voru þar rædd vandasöm tilfelli og ákveðn- ar aðgerðir morgundagsins. Þegar þessu var lokið, var kl. venjulega farin að nálgast 10,30, en þá byrj- aði starf læknanna niðri í ,,am- bulatoriinu", en í sambandi við spítalann er rekin geysi-u.mfangS' mikil ambulant therapy á bækl- uðu fólki. Þar hafði hver læknir til umráða sína hjúkrunarkonu og sekreter, og var snilld að sjá hvað allt var vel búið í hendurnar á þeim. Hjúkrunarkonan sá um að kalla sjúklingana inn í réttri röð og hafði alla journala og röntgen- myndir á takteinum, en sekreter- inn vélritaði í journalinn jafnharð- an skoðun læknisins og leiðbein- ingar um meðferð. Vinnutími þarna var oftast um 2V>—3 klst., og var ótrúlegt hvað vel vannst á þeim tíma. Þarna fékk ég gott tækifæri til þess að kynnast skoð- un sjúklinga, svo og röntgen- mynda. Auk þess fékkst þarna nokkur nasasjón af ortopediskri meðferð, ekki sízt spelkum ýmis- konar, gervilimum og skótaui. I sambandi við spítalann starfaði stórt verkstæði við smíði þess- ara síðasttöldu hluta, og voru oft tilkallaðir sérfræðingar í þeirri grein til að ræða slíka meðferð. Þarna í ambulatoriinu fannst mér ég læra mest af praktiskum hlut- um, þótt oft fyndi ég illa til þess, að mig vantaði undirstöðu til þess að fylgjast nægilega vel með ýmsu, sem þarna skeði. En það hjálpaði mikið að sá læknir sem ég hélt mér hvað mest að, dr. Adorjan, var óþreytandi að fræða mig og leið- beina. Orsökin til þessarar sérstöku vinnuskipunar er sú, að deild II notar skurðstofurnar þann daginn. sem læknar I. deildar vinna í ambulatoríinu og svo öfugt. Hér á undan hef ég nú talið þau störf, sem ætlast var til að ég fylgdist með, en eftir kl. 1—2 á daginn gat ég algjörlega ráðið mér sjálfur. Mér var frjálst að stúdera journala og fylgjast með kandidat á vaktinni, en journala var ekki ætlazt til að ég tæki. Kandidatar á öllum spítalanum voru 5 (2 á deild I og 3 á deild ID og tóku þeir því aðeins 6 vaktir á mánuði, en höfðu þá allan spítal- ann á sinni könnu. Ekki virtist mér þeir hafa tiltakanlega mikið að gera. Helzt var nokkuð kvabb í sambandi við slysastofu, sem starfaði við spítalann (þó ekkert frekar fyrir ortopedisk tilfelli). Akut tilfelli voru yfirleitt ekki tekin inn, og sjaldnast voru mikið veikir sjúklingar á spítalanum, t. d. dó enginn mér vitanlega á I. deild meðan ég var þar. Starfs- skilyrði kandidata voru afbragðs- góð, m.a. höfðu þeir sekreter til þess að snúast í kringum sig. Journalaskriftir voru ekki tíma- frekar, þótt suma dagana kæmu margir inn. Journalar voru mjög stuttir, enda höfðu flestir sjúkl. áður verið til skoðunar eða með- ferðar í ambulatoríinu, og hafði þar verið skárð flest í samband' við þeirra sjúkdóm. Óþarf mun að geta þess, að laboratrísur önnuð- ust öll rannsóknarstofustörf. Á skurðstofunni vann kandidat alveg hliðstætt því sem tíðkast hér á IV deild, en í ambulatoríinu starfaði hann hins vegar sjálfstætt, en leitaði vitaskuld til sér lærðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.